Rækjusalatið hennar Bryndísar bráðnar í munni

Bryndís er listamaður í eldhúsinu og það var ævintýri líkast …
Bryndís er listamaður í eldhúsinu og það var ævintýri líkast að fylgjast með henni töfra fram girnilega rétti. mbl.is/Brynjólfur Löve

Bryndís Geirsdóttir lærir landslagsarkitektúr við Landbúnaðarskóla Íslands á Hvanneyri þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. Hún var heimsótt í Hringferð Morgunblaðsins á dögunum. Í heimsókninni töfraði hún fram sérlega girnilegt rækjusalat sem rann ljúflega niður ásamt öðrum kræsingum. Rækjusalat Bryndísar Geirs 

 

 • 200 g góðar rækjur. Bryndís skolar þær með köldu vatni í gegnum skilti og pressar sem mest úr þeim. 
 • 4 Harðsoðin egg.
 • 1-2 msk. majones
 • Steinselja og/eða kóríander smátt saxað.
 • Pínulítil skvetta af sítrónusafa.
 • Örlítið af ferskum hvítlauk, um það bil 1/4 af litlum geira sem er rifið yfir salatið í lokin. 
 • Ferskur chili pipar, mjög smátt skorinn og magn eftir smekk. 
 • Ysta lagið af sítrónu- eða límónuberki rifið yfir með rifjárni. 
 • Salt og pipar eftir smekk. 

Aðferð: 

 1. Blandið þessu saman í skál. 
 2. Gott er að bera fram með brauði eða kexi. 
Hér má sjá rækjusalatið sem Bryndís útbjó þegar blaðamenn Morgunblaðsins …
Hér má sjá rækjusalatið sem Bryndís útbjó þegar blaðamenn Morgunblaðsins heimsóttu hana á dögunum. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert