Taílenskt ofursalat sem passar með öllu

Hvernig væri að setja salatdressingu frá Asíu beint út á …
Hvernig væri að setja salatdressingu frá Asíu beint út á þetta salat? Nadine Primeau/Unsplash
Það tekur ekki nema hálftíma að útbúa eitt ljúffengasta salat norðan Alpafjalla. Töfrarnir eru í salatsósunni sem kemur beint frá Asíu-löndum þar sem hnetusmjör, tamari sósa, hvítlaukur og lífrænt hunang skemmta sér saman ásamt fleiri góðum hráefnum. 
Hægt er að borða þetta salat með próteingjöfum eins og kjúklingi, nautakjöti eða fiski. 

Taílensk ofursósa 

  • ¼ bolli lífrænt hnetusmjör
  • 2 tsk. ókryddað hrísgrjónaedik
  • 2 tsk. límónusafi
  • 3 tsk. ólífuolía
  • 1 tsk. tamari sósa
  • 2 tsk. lífrænt hunang
  • 2 1/2 tsk. sykur
  • 2 lífræn hvítlauksrif
  • 2,5 cm biti af fersku engifer, afhýddur og skorinn smátt
  • 1 tsk. salt
  • 1/2 tsk. muldar rauðar piparflögur
  • 2 tsk. fersk kóríanderblöð 

Aðferð: 

  1. Allt sett í blandara og þeytt saman

Salatið sjálft

  • 4 bollar saxað hvítkál eða rifin hrásalatblanda. Það má setja smá rauðkál út í ef vill.
  • 1 bolli rifnar gulrætur
  • 1 rauð paprika, þunnt skorin í hæfilega stóra bita
  • 1 lítil agúrka, fræhreinsuð og skorin í smáa bita.
  • 2 meðalstórir laukar, skornir í þunnar sneiðar
  • ½ bolli saxað ferskt kóríander

Það má svo bæta við lárperum, baunaspírum eða blómkáli eða nota það sem til er í ísskápnum hverju sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert