Eldar ekki fyrir sjálfa sig og sammála forseta Íslands

Sophie Turner
Sophie Turner AFP/ISABEL INFANTES

Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner fór í blandsmakk á breskum skyndibita en leikkonan þekkir skyndibita mjög vel. Turner segist helst lifa á skyndibita. 

„Ég ver mestum tíma mínum í að panta mat,“ sagði Turner í blandsmakkinu sem var á vegum breska Vogue. „Ég er ekki besti kokkur í heimi. Ég elda fyrir börnin mín en ekki mikið meira en það. Ég elda ekki fyrir sjálfa mig af því ég veit það verður vont.“

Turner giskaði meðal annars rétt rétt á kjúkling og margaríupítsu.

Hún tjáði sig síðan um hið umdeilda pítsuálegg, ananas. „Ég er ekki ein af þeim sem er sammála því að ananas eigi heima á pítsum. Mér finnst það algjörlega rangt. Ávextir eiga ekki heima á pítsum. Ég held við getum öll verið sammála um það,“ sagði fyrirsætan meðal annars. 

Er Turner þar með sammála Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Mér finnst an­an­as góður, bara ekki á pítsu. Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja an­an­as á pítsuna sína. Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. For­set­ar eiga ekki að hafa alræðis­vald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mis­lík­ar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi. Ég mæli með fisk­meti á pítsu,“ skrifaði Guðni Th. í stóra-ananasmálinu. 

Hér fyrir neðan má sjá leikkonuna smakka breska skyndibita. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka