Föstudagspítsan: Ómótstæðilega góð pítsasamloka Árna

Föstudagspítsan er ómótstæðilega góð pítsasamloka.
Föstudagspítsan er ómótstæðilega góð pítsasamloka. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Föstudagspítsan er að þessu sinni ómótstæðilega girnileg pitsasamloka og kemur úr smiðju Árna Þorvarðarsonar bakarameistara og faggreinakennari í Hótel- og matvælaskólanum. Árni hefur mikla ástríðu fyrir pítsabakstri og nostra við pítsurnar. Hann hefur prófað alls konar útgáfur og ein af hans uppáhalds er pítsasamloka.

Pítsasamloka er hefðbundinn ítalskur matur sem er undirbúinn með því að setja saman mismunandi pítsaálegg á sama deig. Það er eins og að búa til eina stóra pítsu sem er skipt upp, hver hluti með sínu áleggi. Samlokan er oftast búin til með því að nota þunnt pítsudeig sem er flatt út í rétthyrninga eða hringi. Í hverjum hluta er síðan sett á álegg eins og pepperóní, sveppir, paprika, ananas, ólífuolía, ostur og margt fleira. Pítsasamlokan er síðan bökuð í ofni þar til deigið er gullbrúnt og áleggið er hitað og brúnt. Hún er oftast skorin í fjölda sneiða og gjarnan notuð í veislum af ýmsu tagi. Upplagt er að brjóta botnana saman þannig að úr verði samloka. Það er algengt að pítsasamloka sé borin fram með mismunandi tegundum af sósum, eins og tómatsósu, hvítlaukssósu eða pestó, allt eftir smekk. Árni er hér með sína uppáhaldsuppskrift að pítsasamloku en hver og einn getur valið sitt uppáhalds á pítsasamlokuna og leikið sér með hráefnið.

Árni hefur mikla ástríðu fyrir pítsabakstri og hefur búið til …
Árni hefur mikla ástríðu fyrir pítsabakstri og hefur búið til alls konar útgáfur af girnilegum pítsum og meðal annars þessa pítsasamloku. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Pítsasamloka

8 pítsakúlur (125 g)

 • 581 g pítsahveiti                              
 • 365 g vatn 26°C             
 • 17 g súrdeig( má sleppa)         
 • 5 g þurrger                                                              
 • 17 g salt                                                  
 • 17 g olía

Aðferð:                                                   

 1. Vigtið saman hveiti, vatn, súr og ger.
 2. Setjið í hrærivélaskál með krók.
 3. Hrærið saman í 5 mínútur á 30% hraða.
 4. Eftir 5 mínútur bætið þið saltinu við og hrærið áfram í 5 mínútur í viðbót.
 5. Eftir aðrar 5 mínútur er olían sett saman við og deigið hrært í síðustu 5 mínúturnar.
 6. Eftir þetta hafið þið hrært deigið í samtals 15 mínútur.
 7. Leyfið deiginu að hvílast í 2 klukkutíma við stofuhita.
 8. Vigtið deigið niður í 8* 125 gramma kúlur og setjið í lokað box og í kæli í lágmarki 12 tíma.
 9. Fletjið deigið út í hring með hveiti undir.
 10. Berið ólífuolíu yfir botninn og brjótið saman.
 11. Bakað í 400°C  500°C heitum pitsaofni (viðar eða gas) í 120-180 sekúndur.

Álegg ofan á pítsasamlokurnar

 • 1 – 2 stk. mozzarellaostakúlur (stórar)
 • 2-3 stórir tómatar
 • 1 pk. klettasalat
 • 1 pk. furuhnetur
 • Balsamik eftir smekk

Aðferð við samsetningu:

 1. Setjið sneiðar af mozzarella og tómötum á víxl ofan botnana eftir bakstur.
 2. Setjið loks klettasalat, furuhnetur og balsamik og brjótið saman þannig að úr verði samlokur.
 3. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert