Vilja sýnilegri lögreglu í Mosfellsbæ

Lögreglumenn að eftirlitsstörfum.
Lögreglumenn að eftirlitsstörfum. mbl.is

„Við viljum að lögreglan sé mun sýnilegri hér í bænum við hina almennu löggæslu. Þar skiptir ekki öllu máli hvar rannsóknardeildin er,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ.

Öll starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því svæði sem er ofan Elliðaáa fluttist um helgina á einn stað við Krókháls í Reykjavík. Um er að ræða lögreglustöð 4 hjá embættinu, en undir hana heyra Kjósarhreppur, Kjalarnes, Mosfellsbær, Grafarholt, Grafarvogur, Norðlingaholt og Árbær.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert