Fullbókað í Arctic Open

mbl.is

Hið árlega Arctic Open, hófst í dag en fullbókað var í mótið og komust færri að en vildu, alls 159 keppendur og þar af 44 útlendingar. Blíðskaparveður er á Akureyri, 16 stiga hiti og sól. Móttökuathöfn var í gærkvöldi í boði bæjarstjórnar Akureyrar og eftir hana fóru nokkrir kylfingar út og léku 9 holu æfingahring. Þeir fóru út um klukkan ellefu í gærkvöldi og sáu meðal annars blóðrautt sólarlag en Jaðarsvöllur er sagður vera í góðu ástandi en þetta er 19. árið sem mótið fer fram. Meðal keppenda í mótinu að þessu sinni eru Úlfar Jónsson, margfaldur Íslandsmeistari, Eyjólfur Sverrisson fótboltakappi og Jóhannes Jónsson í Bónus, sem er að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti. Þá eru tveir breskir golfkennarar, sem eru á vegum kylfuframleiðandans Taylor Made í Þýskalandi, með en þeir eru sagðir mjög sterkir og fyrrum atvinnumenn í greininni. Frá þessu er greint á vef GA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert