Dagblöð í skólum
Námsefni
Hér er hægt að skoða það námsefni sem gefið hefur verið út með verkefninu. Hægt er að panta það og fá sent í skólana.
Panta námsefni
Til að fá frekari upplýsingar um verkefnið eða panta blöð og bækur má senda tölvupóst á dagblod@mbl.is. Tilgreina þarf fyrir hvaða aldurshóp námsefnið á að vera, fyrir hvað marga nemendur er pantað og hvaða daga (dagsetningar) á að vera í verkefninu. Námsefnið og blöðin eru skólum að kostnaðarlausu.
Verkefni vikunnar
Hér er að finna ýmis verkefni sem nota má sem hugmyndir með dagblaðavinnu. Hægt er að breyta og bæta verkefnin eftir aldri nemenda.
Skipulag
Morgunblaðið sér hverjum nemanda og kennara fyrir dagblöðum í 5 til 8 skipti. Blöðin eru komin að skólanum fyrir kl. 8 að morgni. Kennara er í raun í sjálfsvald sett hvernig hann notar blöðin. Það námsefni sem boðið er uppá er fyrir 3. 6./7. og 9.bekk en aðrir árgangar geta einnig fengið bekkjarsett af blöðum til að vinna með í ákveðinn tíma.