Þórunn Harðardóttir og Madeleine Ströje Wilkens

Hafþór Hreiðarsson

Þórunn Harðardóttir og Madeleine Ströje Wilkens

Kaupa Í körfu

Húsavík | Þórunn Harðardóttir, 28 ára Húsvíkingur, hefur verið skipuð heiðursræðismaður Svíþjóðar fyrir sveitarfélögin Norðurþing og Akureyri. Á Íslandi er Svíþjóð jafnframt með ræðismenn á Seyðisfirði, Siglufirði og í Vestmannaeyjum. "Líklega vilja þeir hafa ræðismann hér á Húsavík vegna aukinna tengsla Svíþjóðar og Húsavíkur," segir Þórunn er hún er spurð að því hvers vegna hún hafi verið valin til verkefnisins, en ræðismaðurinn var áður á Akureyri. MYNDATEXTI: Ræðismaður Þórunn Harðardóttir tekur við skilríkjum sínum úr hendi Madeleine Ströje Wilkens, sendiherra Svía.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar