Manchester United og Bayern München
Kaupa Í körfu
Ævintýraleg stemmning í fjóra sólarhringa vegna úrslitaleiks Manchester United og Bayern München í Barcelona. Lokasekúndur úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu voru ævintýri líkastar Svo halda sumir að knattspyrna snúist bara um knattspyrnu og hver leikur standi einungis í 90 mínútur! Það kom berlega í ljós í Barcelona á Spáni í síðustu viku að svo er ekki. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópukeppninnar milli Manchester United og Bayern M¨unchen stóð að sönnu strangt til tekið í 90 leik-mínútur, ef svo má að orði komast, eins og venja er í þessari íþróttagrein, en stuðningsmenn félaganna héldu uppi merki þeirra með söng og dansi buðu til sannkallaðrar gleðiveislu, sem lengi verður í minnum höfð í tvo sólarhringa fyrir leik. Þar voru áhangendur enska liðsins raunar mun kraftmeiri og svo vígalegir og hamingjusamir að sumum fannst nóg um á köflum. Í tvo og hálfan sólarhring að viðureigninni lokinni fagnaði svo gríðarlegur fjöldi þeirra áfram í borginni. MYNDATEXTI: UM miðja nótt á Römblunni í miðborg Barcelona eftir leikinn; foreldrar með börn sín þrjú ásamt afa og frænda. Fólkið er frá Írlandi, miklir Manchester United áhangendur og skemmtu sér konunglega. Hópurinn fylgdist allur með úrslitaleiknum á leikvanginum og hélt veisluhöldum áfram langt fram eftir nóttu, þrátt fyrir ungan aldur sumra. Hefðbundinn háttatími gleymdist að þessu sinni, enda líklega full ástæða til.
Árni Sæberg
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir