Rannveig Oddsdóttir

Skapti Hallgrímsson

Rannveig Oddsdóttir

Kaupa Í körfu

Rannveig Oddsdóttir, kennari og doktorsnemi á Akureyri, byrjaði að æfa hlaup af alvöru fyrir 12-13 árum og árið 2003 var hún komin með nægjanlega góðan grunn til að láta verulega að sér kveða í keppnishlaupum. Þá ákvað hún hins vegar að eignast börn og meðgangan gerði það að verkum að hún varð að draga úr æfingum. Árið 2010, þremur börnum ríkari, var hún aftur komin í fyrra form og meira til; hún vann Reykjavíkurmaraþonið 2010 eins og öll önnur hlaup sem hún tók þátt í á árinu. Hún var fyrir skemmstu kjörin langhlaupari ársins í kvennaflokki 2010 á hlaupavefnum hlaup.is. MYNDATEXTI Rannveig og börnin þrjú, Bjartmar, Steinar og Kolbrá. Rannveig á besta tíma ársins 2010 í maraþoni (2:57:28), hálfmaraþoni (1:24:32) og næstbesta í 10 km hlaupi (37:51). Hún er nú í stuttu hlaupahléi vegna meiðsla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar