Berglind Festival ráðin til H:N

Berglind Festival Pétursdóttir hefur verið ráðin til H:N Markaðssamskipta.
Berglind Festival Pétursdóttir hefur verið ráðin til H:N Markaðssamskipta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, hefur verið ráðin hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofunni H:N Markaðssamskipti. Berglind hefur töluverða reynslu úr auglýsingageiranum auk þess sem hún hefur verið með vikuleg innslög í Vikunni á RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Það er frábært að fá Berglindi í Bankastrætið. Reynsla hennar og hugmyndaauðgi á eftir að nýtast okkur vel enda erum við með stóran og fjölbreyttan kúnnahóp sem fer ört stækkandi,“ segir Högni Valur Högnason, hönnunarstjóri hjá H:N Markaðssamskiptum, í tilkynningunni.

Berglind sinnti starfi kynningarstjóra Listahátíðar í Reykjavík árin 2019-2021. Þar á undan starfaði hún sem markaðssérfræðingur hjá Símanum og texta- og samfélagsmiðlasérfræðingur meðal annars á ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni.

Síðastliðin fimm ár hefur Berglind einnig starfað við dagskrárgerð á RÚV ásamt Gísla Marteini Baldurssyni í sjónvarpsþættinum Vikunni og mun sinna því starfi áfram samhliða störfum sínum á H:N.

Berglind útskrifaðist með BA-gráðu í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands 2011 og starfaði sjálfstætt sem dansari og danshöfundur áður en hún hóf störf í auglýsingum. Hún hefur auk þess setið í stjórn Reykjavík Dance Festival og átt sæti í Grímunefnd fyrir hönd Félags íslenskra listdansara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál