„Fyrir 20 árum þótti sjálfsagt mál að gera grín að fólki ef það var í ofþyngd“

Ari Eldjárn er viðmælandi í þáttunum Í leit að innblæstri með Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu. Ari leitar að innblæstri út um allt og segist fá hluti á heilann. Hann segist alltaf fá langmestan innblástur þegar honum leiðist. Í þáttunum talar Ari um grín og hvernig það hafi þróast síðustu ár. Í dag megi margt sem ekki mátti einu sinni og svo má alls ekki gera grín af einhverju sem þótti ógurlega fyndið fyrir 30 árum. 

„Sumir kvarta yfir því að það má ekkert lengur. En ég held að viðkomandi aðili sé að segja að það megi ekki segja sömu hluti og fyrir 20 árum. Fyrir 20 árum og 30 árum þótti sjálfsagt mál að gera grín að fólki ef það var í ofþyngd. Það gerir það enginn lengur. Fyrir 30 árum mátti alls ekki gera grín af Biskupi Íslands en það er ekkert mál núna. Það er alltaf verið að halda því fram að það megi alltaf minna og minna, en það er bara alls ekki rétt,“ segir Ari í þáttunum. 

Í þáttaröðinni Í leit að innblæstri sem sýnd er í Sjónvarpi Símans leitast Halldóra eftir því að halda sköpunarkrafti sínum gangandi í gegnum það krefjandi verkefni sem sýningin Níu líf er. Til þess leitar hún til fólks sem er þekkt fyrir að vera framúrskarandi á sínu sviði. Hún talar til dæmis við Bríeti og Tolla, hárgreiðslumeistara, frumkvöðul, hestakonu og fleiri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál