„Hef ekki málað í tvö ár. Ég fékk ógeð.“

Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, byrjaði að mála myndir þegar hann var í námi í Svíþjóð. Hann segir að bróðir hans, Hlynur Pálmason leikstjóri, hafi kennt honum réttu handtökin. 

„Í námi erlendis byrja ég að mála. Það æxlaðist þannig að litli bróðir minn, Hlynur Pálmason, heimsótti mig til Svíþjóðar. Ég hafði ekki efni á að vera með einhver málverk á veggjunum svo ég spyr hann, hann er hjá mér í viku, er mikill listmálari. Og ég spyr, Hlynsi, ertu til í að mála eina mynd handa mér meðan þú ert hérna? Mig vantar svo málverk á vegginn. 

Ég hef alltaf verið mikill listaunnandi. Frændi minn var listmálari og systir hennar mömmu var með gallerí í mörg ár. Ég ólst svolítið upp við þetta. En hann segir við mig: „Gummi, gerðu þetta bara sjálfur.“ Ég sagði við hann að ég gæti það ekkert. Við förum niður í bæ og kaupum striga og málningu. Svo er ég að byrja og hann sýnir mér hvernig ég eigi að gera. Þegar ég sá hreyfinguna, þetta flæði sem kom úr líkamanum inn í höndina. Svona er þetta. Þetta kemur bara innan frá. Þannig lærði ég að koma þessu á striga. Ég var að mála heilmikið frá 2007-8 og hélt margar listasýningar í Stokkhólmi. Svo eftir að ég kom heim líka.“

Ertu ennþá að mála? 

„Ég tók mér pásu. Hef ekki málað í tvö ár. Ég fékk ógeð.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál