Svefnleysi „hinar nýju reykingar“

Arianna Huffington segir svefn ákaflega mikilvægan.
Arianna Huffington segir svefn ákaflega mikilvægan. AFP

Fjölmiðlakonan Arianna Huffington hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið, en hún er ötull talsmaður bættra lífsgæða, minni streitu og meiri svefns. Bók hennar Þriðja miðið kom nýverið út á íslensku, en þar fjallar Huffington um eigin reynslu  af því að vinna yfir sig.

Nú hefur Huffington sent frá sér nýja bók sem nefnist The Sleep Revolution, en hún segir að skortur á svefni séu „hinar nýju reykingar“, enda sé svefnleysi gríðarlegt heilsusamlegt vandamál. Það þarf því vart að taka það fram að Huffington er ekki sérlega hrifin af orðatiltækinu „ég sef þegar ég er dauð/ur“ líkt og hún segir í viðtali við Mindbodygreen.

En hvernig má sofa betur?

 1. Svefnherbergið á umfram allt að vera dimmt, kósý og svalt. Kjörhitastig er á bilinu 15-19 gráður.
 2. Slökktu á öllum raftækjum hálftíma, hið minnsta, áður en þú ferð í bólið.
 3. Ekki setja símann í hleðslu við hliðina á rúminu þínu. Það sem betra er, losaðu þig við öll snjalltæki úr svefnherberginu þínu.
 4. Ekki drekka koffein eftir kl. 14 á daginn.
 5. Rúmið er bara til þess að sofa og stunda kynlíf í. Alls ekki til að sinna vinnunni.
 6. Haltu gæludýrum fjarri rúminu.
 7. Farðu í heitt bað með Epsom-salti á fyrir háttinn. Það róar hug og líkama.
 8. Gott er að klæðast náttfötum, stuttermabolum eða náttkjólum í rúmið. Það gefur líkamanum þau boð að kominn sé háttatími. Ekki klæðast íþróttafötum sem þú notar í ræktinni í háttinn.
 9. Prufaðu að hugleiða, eða gera teygju- öndunar- eða jógaæfingar fyrir svefninn. Það hjálpar líkamanum að undirbúa sig fyrir svefninn.
 10. Ef þér finnst gott að lesa fyrir svefninn skaltu lesa bók, eða lesbretti sem ekki gefur frá sér bláa birtu. Gakktu úr skugga um að bókin sé ekki vinnutengd. Lestu þess í stað skáldsögur, ljóðlist eða heimspeki. Allt nema vinnutengd skjöl.
 11. Fáðu þér bolla af kamillu- eða lavandertei fyrir háttinn. Það hjálpar þér að slaka á.
 12. Skrifaðu niður lista yfir allt það sem þú ert þakklát/ur fyrir áður en þú ferð í háttinn. Það er frábær leið til að slá botninn í daginn.

Frétt mbl.is: Snjalltæki algert eitur fyrir svefninn

Frétt mbl.is: Peningar og völd eru ekki nóg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál