Himnasending fyrir fólk með sært hjarta

Ben White/Unsplash

Ertu í ástarsorg? Ertu nýbúinn að missa einhvern nákominn? Varstu að ganga í gegnum skilnað? Ef þú tengir við eitthvað af þessu þá ætti ættir þú að lesa lengra. 

David Kessler, sem er sérfræðingur í sorg, býður nú upp á frítt námskeið á vefsíðu sinni. Um er að ræða fimm daga námskeið þar sem fólk lærir að tækla sorgina í hjartanu. Á námskeiðinu eru æfingar og góð ráð. Þeir sem þekkja ekki til Kessler þá er hann sér­fræðing­ur í dauðanum og sorg­inni og skrifaði meðal ann­ars met­sölu­bók­ina On Gri­ef and Grieving ásamt Elisa­beth Kübler-Ross heit­inni. Í nýj­ustu bók sinni, Find­ing Me­an­ing – The Sixth Stage of Gri­ef, bein­ir Kessler at­hygl­inni að sjötta stig­inu í sorg­ar­ferl­inu. Hann hafði kom­ist að þeirri niður­stöðu að stig sorg­ar­inn­ar væru fimm en eft­ir að hann missti 21 árs gaml­an son sinn sá hann að það vantaði tölu­vert upp á. Þá skrifaði hann sína nýj­ustu bók sem fjall­ar um að finna sig eft­ir missi.

Finding Meaning eftir David Kessler er áhugaverð bók og skrifuð …
Finding Meaning eftir David Kessler er áhugaverð bók og skrifuð af þekkingu.

Það eina sem við vit­um þegar við fæðumst er að við mun­um deyja. Þótt þessi setn­ing sé al­ger klisja er samt áhuga­vert að skoða hvað við erum varn­ar­laus þegar dauðinn bank­ar upp á. Fólk veit ekki hvernig það á að haga sér. Þess vegna er gott að lesa bæk­ur eft­ir sér­fræðinga sem hafa stúd­erað hluti eins og dauða og sorg­ar­ferli.

Þótt Find­ing Me­an­ing sé fín lesn­ing fyr­ir fólk í sorg­ar­ferli mæli ég með því að fólk lesi hana þótt það hafi ekki upp­lifað dauðann í sinni svört­ustu mynd. Sorg­ar­ferli get­ur átt sér stað í lífi fólks þótt það hafi ekki misst neinn. Fólk fer í gegn­um sorg­ar­ferli ef það veikist eða ást­vin­ir veikj­ast, líka þegar fólk fer í gegn­um hjóna­skilnað eða miss­ir vinn­una. Sorg­ar­ferli get­ur líka átt sér stað ef líf fólks æxl­ast öðru­vísi en skipu­lagt var þegar grunn­ur­inn var lagður.

HÉR getur þú skráð þig á frítt námskeið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál