Er morgunbústið þitt kannski ekki eins hollt og þú hélst?

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.

„Það hefur verið rosa vinsælt, nokkuð lengi, að fá sér einhverskonar búst á morgnana. Auðvitað trúir fólk að það sé hið besta mál, enda drykkurinn stútfullur af hollustu. Allskonar ávextir, grænmeti, ber og önnur ljómandi fæða sem er full af vítamínum og andoxunrefnum, svo kroppurinn endist nú vel og lengi. Hver vill það ekki,“ spyr Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti í pistli á Smartlandi: 

En það er smá vesen! 

Þar sem ég er með blóðsykur á heilanum þá verð ég auðvitað að koma mínu að.

Hér er ég enn og aftur að velta fyrir mér, hvað getur kallast hollt og hvað ekki.

Jú, ávextir eru auðvitað hollir í eðli sínu, sem og grænmeti, herre gud, en það er samt ekkert endilega jákvætt fyrir kroppinn að byrja daginn á slíkum drykk.

Svona samsett búst er vel sætt í eðli sínu og ruglar blóðsykurinn allnokkuð hressilega. Jafnvel þó að við bústum heilum ávöxtum, eins og eplum eða perum og setjum vel af spínati, þá er þetta samt dálítil sykurbomba.

Hér eru tvö dæmi um morgunbúst, annað myndi rugla blóðsykrinum hressilega og setja jafnvægið í rugl fyrir daginn, með tilheyrandi orkusveiflum, þreytu og stjórnlausri sykurlöngun (fyrir marga), en í hinu eru kolvetnakápurnar mættar á svæðið og sjá til þess að drykkurinn valdi engum usla í kerfinu.

Kolvetnakápurnar eru fæða sem klæðir kolvetnin í og kemur í veg fyrir að þau æsi blóðsykurinn upp úr öllu valdi. Róa allt niður og gefa blóðsykursfrið.

Dæmi 1 

Blóðsykursruglandi drykkur sem gæti verið einhvernvegin svona: Epli, banani, engifer, mangó, spínat og þynnt með appelsínusafa.

Dæmi 2 

Hugmynd af blóðsykursjafnandi drykk: Bláber/hindber/brómber, 1 skeið gott og hreint próteinduft/hreint skyr, smá hnetur eða fræ, eða bara hnetu/möndlusmjör og hugsanlega avókadó. Bragðbætt með hreinu kakó eða kanil og þynnt með hafra/möndlu/nýmjólk.

Á þessum drykkjum er mikill munur þegar við erum að spá í blóðsykurstjórnun, en svo er það þetta með hitaeiningarnar. Aha!

Dæmi 2

Með öllum fallegu kolvetnakápunum er auðvitað nokkuð hitaeiningameiri en hinn ávaxta og grænmetisríki, það er staðreynd. Nú vitum við hins vegar að góð blóðsykurstjórnun er nauðsyn til að líkaminn komist í fitubrennsluform, það er alltaf að koma betur og betur í ljós.

Þannig að hitaeiningarnar segja ekki alla söguna, bara alls ekki.

Í dag er talið, að það að koma stjórn á blóðsykurinn með máltíðum sem innihalda nærandi kolvetnakápur, jafnvel þó fæðan innihaldi fleiri hitaeiningar, sé vænlegra til árangurs en að telja blessaðar kaloríurnar.

Það er líka svo drepleiðinlegt og það nennir því enginn til lengdar.

Enn og aftur snýst þetta um jafnvægi.

Jafnvægi í samsetningu máltíða og blóðsykri og öll erum við að leitast eftir góðu jafnvægi í lífinu.

Þetta er eitt af því sem hjálpar, ég lofa!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál