Leiguhúsnæði Gunnleifs komið á sölu

Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Húsið sem landsliðsmaðurinn Gunnleifur Vignir Gunnleifsson og eiginkona hans, Hildur Einarsdóttir, búa í er komið á sölu. Húsið er í eigu verktakafyrirtækisins Skuggabyggð ehf. 

Skuggabyggð ehf er í eigu Kristjáns Gunnars Ríkharðssonar en fyrirtækið hefur byggt umtalsvert af íbúðum í Skuggahverfinu í Reykjavík. Hann er einn harðasti stuðningsmaður Breiðabliks sem Gunnleifur hefur spilað með. 

Húsið er 252,5 fermetrar að stærð og er ásett verð 99.590.000 krónur. Húsið var byggt árið 2017 en er ekki fullklárað að utan og ekki hefur verið gengið frá lóðinni. Einstaklega fallegt útsýni er frá húsinu.

Húsið er á einni hæð með innbyggðum bílsskúr. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, þar af þrjú barnaherbergi auk einnar hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi. Svört innrétting er í eldhúsinu og útgengt er um rennihurð út í garðinn.

Af fasteignavef mbl.is: Austurkór 181

Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
Ljósmynd/Fasteignasalan Torg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál