Alexandra og Gylfi Sig. kaupa rándýra lóð í Arnarnesi

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson.
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson. skjáskot/Instagram

Hjónin Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson fótboltastjarna festu kaup á glæsilegri lóð í Arnarnesi. Um er að ræða 1.149,7 fm lóð á besta stað við sjóinn. DV greindi fyrst frá því. 

Lóðin snýr í suður og er með útsýni út í Sjálandshverfið í Garðabæ. Fasteignamat lóðarinnar er 69.700.000 kr. fyrir 2021. Hjónin festu kaup á lóðinni 10. júlí 2020. 

Á dögunum settu hjónin glæsiíbúð sína í Kópavogi á sölu og hann keypti hlut í bát ásamt föður og bróður. Það er því nóg að gera hjá fjölskyldunni þessa dagana en á dögunum eignuðust hjónin frumburð sinn. 

mbl.is