Íslenskar eignir sem kosta 15 milljónir og minna

Fast­eigna­verð hef­ur sjald­an verið hærra en verðmiðinn á hús­næði í dag er þó ekki allstaðar fáránlega hátt. Það eru nokk­ur tæki­færi til að kaupa eign­ir á lægra verði eins og sést á fast­eigna­vef mbl.is. Eign­ir úti á landi eru víða ódýr­ari en á höfuðborg­ar­svæðinu. Einnig get­ur komið sér vel að vera hand­lag­inn og gera upp eign­ir sem þarfn­ast smá ást­ar og um­hyggju­semi.

Kirkjuvegur 15 í Ólafsfirði – ásett verð 12.900.000 kr.

Við Kirkjuveg 15 í Ólafsfirði er að finna litla og notalega íbúð sem nú er til sölu. Íbúðin er 53 fermetrar og á neðri sérhæð í tvíbýli. Það er ekki bara dásamlegt að búa í Ólafsfirði heldur er fjörðurinn gríðarlega vinsæll meðal vetrarútivistafólks og þangað sækir fólk hvaðanæva af landinu til að stunda útivist á veturna.

Af fasteignavef mbl.is: Kirkjuvegur 15

Kirkjuvegur 15.
Kirkjuvegur 15. Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is

Ásgata 17 á Raufarhöfn – ásett verð 14.000.000 kr.

Það er ekki oft sem gefst tækifæri til að kaupa einbýlishús á innan við 15 milljónir en það er hægt á Raufarhöfn. Raufarhöfn er nyrst allra þorpa og þar stendur þetta 173 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Af fasteignavef mbl.is: Ásgata 17

Ásgata 17.
Ásgata 17. Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is

Túngata 38 á Siglufirði – ásett verð 14.600.000 kr.

Um er að ræða þriggja herbergja neðri sérhæð í tvíbýli með sérinngangi. Íbúðin, sem er 62 fermetrar, er með tveimur svefnherbergjum og uppgerðu baðherbergi. Einn stærsti kosturinn við íbúðina hlýtur að vera staðsetningin en í næsta húsi er hið margrómaða súkkulaðikaffihús Fríðu. Kaffihúsið er skyldustopp þegar Siglufjörður er heimsóttur.

Af fasteignavef mbl.is: Túngata 38

Túngata 38
Túngata 38 Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is

Brunngata 5 á Hólmavík – ásett verð 14.990.000 kr.

Um er að ræða lítið krúttlegt raðhús sem stendur í elsta hluta Hólmavíkur en húsið var reist árið 1943. Eignin er 92 fermetrar með tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi og snyrtingu. Húsið er gult og grænt á litinn að utan og á eflaust eftir að líta vel út í hvaða lit sem er þegar nýir eigendur mála það.

Af fasteignavef mbl.is: Brunngata 5

Brunngata 5 á Hólmavík
Brunngata 5 á Hólmavík Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is

Hásteinsvegur 30 á Stokkseyri – ásett verð 15.000.000 kr.

Við sjávarsíðuna á Stokkseyri er 89 fermetra steinsteypt einbýlishús. Húsið þarfnast mikillar ástar og endurbóta. Það býður upp á mikil tækifæri fyrir handlagna og þá sem vilja taka að sér krefjandi verkefni. Búið er að rífa allt innan úr húsinu og stendur það sem einn geimur. Einnig er möguleiki á að rífa það og byggja nýtt hús í staðinn.

Af fasteignavef mbl.is: Hásteinsvegur 30

Hásteinsvegur 30, Stokkseyri
Hásteinsvegur 30, Stokkseyri Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál