Baldur selur sögufræga happdrættisíbúð

Íbúðin er einstaklega fallega innréttuð.
Íbúðin er einstaklega fallega innréttuð. Ljósmynd/Samsett

Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson hefur sett þakíbúð sína við Hátún í Reykjavík á sölu. Íbúðin er mjög sjarmerandi og smekklega innréttuð en hún býr líka yfir áhugaverðri sögu. Hún var nefnilega upphaflega happdrættisvinningur í Happdrætti DAS. Blokkin sjálf var byggð 1960 og er þakíbúðin 117 fm að stærð. 

Baldur og fjölskylda hafa breytt íbúðinni mikið en úr íbúðinni er útsýni mikið út á sundin blá, út á Móskarðshnjúka og Hallgrímskirkju svo eitthvað sé nefnt. Búið er að skipta um eldhúsinnréttingu og er hún hvít og sprautulökkuð. Það sem gefur eldhúsinu skemmtilegt yfirbragð er græni marmarinn sem prýðir eyjuna. Þótt eyjan sjálf sé með hvítum sprautulökkuðum frontum þá er bæði bakhlið og kantar klæddir með við. 

Eldhúsveggurinn er málaður í grænum lit sem tónar vel við græna marmarann. Fyrir ofan eyjuna eru þrjú gyllt ljós frá Tom Dixon. 

Í íbúðinni er að finna eiguleg húsgögn og listaverk sem passa vel saman og búa til einstaka heild. 

Af fasteignavef mbl.is: Hátún 4 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál