Gústi og Kittý hvort í sína áttina og selja Garðabæjarslotið

Ágúst Reynir Þorsteinsson og Kittý Johansen hafa sett íbúðina á …
Ágúst Reynir Þorsteinsson og Kittý Johansen hafa sett íbúðina á sölu. Samsett mynd

Bombay Bazaar eigendurnir, Ágúst Reynir Þorsteinsson, Gústi, og Kittý Johansen, eru farin hvort í sína áttina. Nú hafa þau sett glæsilega íbúð sína í Akrahverfinu í Garðabæ á sölu. Íbúðin er 117 fm að stærð og er í húsi sem var reist 2007. 

Heimilið er smekklega búið með stórum listaverkum. Á besta stað í stofu er að finna risastórt listaverk eftir Laufeyju Johansen. Það rammar inn stofuna og gefur henni meiri dýpt. Verkið er  kolsvart á litinn setur tóninn. 

Í stofunni er risastórt verk eftir Laufeyju Johansen.
Í stofunni er risastórt verk eftir Laufeyju Johansen.

Í íbúðinni eru eikar-innréttingar í eldhúsinu sem er að hluta til opið inn í stofu. Það er líka eikarparket á gólfum og eikarinnihurðir. 

Á heimilinu má sjá áhrif frá Austurlöndum sem rímar við veitingastað fyrrverandi hjónanna, Bombay Bazaar, sem býður fólki í heimsreisu með bragðlaukunum einum saman. 

Af fasteignavef mbl.is: Hallakur 2b

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál