Þessi fóru hvort í sína áttina 2023

Fólk hittist, fólk giftist og fólk fer hvort í sína áttina. 2023 var ár mikilla jarðhræringa en það á þó ekki bara við um náttúruna því jarðhræringarnar voru líka innra með fólki. 

Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir eru flutt í sundur.
Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir eru flutt í sundur. Samsett mynd

Árni og Inga Lind fluttu í sundur

Árni Hauksson fjárfestir og Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi og eigandi Skot Productions skildu á árinu. Síðan þá hefur hún verið á fleygiferð að berjast gegn laxeldi í sjókvíjum og mætt í alla helstu sjónvarps-og útvarpsþætti sem eru framleiddir á landinu. 

Mona Grudt og Björgvin Þorsteinsson skildu á árinu.
Mona Grudt og Björgvin Þorsteinsson skildu á árinu.

Mona og Björgvin skildu

Björg­vin Þor­steins­son og norska feg­urðardrottn­ing­in Mona Grudt skildu á árinu. Grudt vann titil­inn Miss Uni­verse árið 1990 og eina norska kon­an sem gert hef­ur það. Hún er með marga fylgj­end­ur á sam­fé­lags­miðlum, eig­in rás á Youtu­be og tíður gest­ur í norsk­um fjöl­miðlum. 

Aníta Briem skildi við eiginmann sinn á árinu.
Aníta Briem skildi við eiginmann sinn á árinu. mbl.is/Ásdís

Aníta Briem og Dean Para­skevopou­los skildu

Leik­kon­an Aníta Briem og leik­stjór­inn Dean Para­skevopou­los fóru hvort í sína áttina á árinu sem er að líða. Þau giftu sig árið 2010 á grísku eyj­unni Santor­ini. Para­skevopou­los er frá Grikklandi en lengst af bjuggu þau í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um. Árið 2020 urðu breyt­ing­ar á hög­um þeirra og Ísland kallaði.

Sigmar Guðmundsson og Júlíana Einarsdóttir eru farin hvort í sína …
Sigmar Guðmundsson og Júlíana Einarsdóttir eru farin hvort í sína áttina. Ljósmynd/Samsett

Sigmar og Júlíana skildu

Hjón­in Sig­mar Guðmunds­son þingmaður Viðreisn­ar og Júlí­ana Ein­ars­dótt­ir mannauðssér­fræðing­ur fóru hvort í sína áttina á árinu. Ástin kviknaði 2012 þegar þau hnutu um hvort annað. Á þeim tíma starfaði hann í sjón­varpsþætt­in­um Kast­ljós á Rúv og hún var skrifta á Stöð 2. Sig­mar er vara­formaður þing­flokks Viðreisn­ar og hef­ur setið á Alþingi síðan 2021 þegar hann kvaddi fjöl­miðlana til þess að láta til sín taka. 

Bergrún Íris Sævarsdóttir og Andri Ómarsson eru farin hvort í …
Bergrún Íris Sævarsdóttir og Andri Ómarsson eru farin hvort í sína áttina.

Bergrún og Andri skildu

Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir rit­höf­und­ur og myndskreyt­ir og Andri Ómars­son verk­efn­is­stjóri í deild markaðsmá­la og upp­lif­un­ar hjá Isa­via skildu á árinu. 

Sara Piana skildi við eiginmann númer tvö.
Sara Piana skildi við eiginmann númer tvö. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Piana skilaði eiginmanni númer tvö

Íslenska lík­ams­rækt­ar­stjarn­an Sara Pi­ana, sem skaust upp á stjörnu­him­in­inn þegar hún gift­ist Rich Pi­ana heitn­um á sín­um tíma, hef­ur sótt um skilnað við eig­in­mann núm­er tvö, Chris Miller. 

„Ég sótti um skilnað og er það í ferli. Þetta var ekki að ganga upp, mikið af erfiðleik­um því miður,“ lét Sara hafa eftir sér. 

Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason hættu saman á árinu.
Embla Wigum og Nökkvi Fjalar Orrason hættu saman á árinu. Skjáskot/Instagram

Embla og Nökkvi Fjalar hvort í sína áttina

Eitt heit­asta kær­ustupar Íslands, Embla Wig­um og Nökkvi Fjal­ar Orra­son, hættu saman á árinu. Parið byrjaði sam­an vorið 2022 og hef­ur verið áber­andi hvort á sínu sviði. Hann sem frum­kvöðull og áhrifa­vald­ur og hún sem fé­lags­miðlastjarna. Nökkvi rak fyr­ir­tækið Swipe Media en hann yf­ir­gaf fyr­ir­tækið í mars á þessu ári. 

Vigdís Másdóttir og Bergsteinn Sigurðsson halda hvor sína leið.
Vigdís Másdóttir og Bergsteinn Sigurðsson halda hvor sína leið. Samsett mynd

Vigdís og Bergsteinn skildu

Vig­dís Más­dótt­ir kynn­ing­ar-og markaðsstjóri menn­ing­ar­mála í Kópa­vogi og Berg­steinn Sig­urðsson nýráðinn um­sjón­ar­maður Silf­urs­ins á Rúv skildu á árinu.  

Vig­dís komst fyrst í frétt­ir 14 ára göm­ul þegar hún sigraði Ford fyr­ir­sætu­keppn­ina árið 1992. Seinna lærði hún leik­list og tók meist­ara­próf í list­kennslu.

Berg­steinn hef­ur starfað í fjöl­miðlum lengi. Hann var blaðamaður á Frétta­blaðinu áður en hann hóf störf hjá Rúv þar sem hann hef­ur stýrt þátt­um í út­varpi og sjón­varpi. Auk þess hef­ur hann starfað sem þýðandi. Berg­steinn er auk þess hand­lag­inn sem gerði það að verk­um að hann lærði húsa­smíði í kvöld­skóla til þess að geta end­ur­byggt raðhús þeirra Vig­dís­ar. 

Eiður Birgisson og Manuela Ósk Harðardóttir.
Eiður Birgisson og Manuela Ósk Harðardóttir.

Eiður og Manuela hættu saman

Eiður Birg­is­son kvik­mynda­fram­leiðandi og Manu­ela Ósk Harðardótt­ir fyrr­ver­andi Ung­frú Ísland, fata­hönnuður og vörumerkja­stjóri hjá Beauty­box hættu að vera kærustupar á árinu. 

Parið ferðaðist sam­an um lífið í þrjú ár en nú er komið að leiðarlok­um. Manu­ela varð þekkt árið 2002 þegar hún var kos­in Ung­frú Reykja­vík. Hún var krynd í hárauðum kjól sem átti eft­ir að vekja mikla at­hygli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál