Félag Guðmundar Fertrams kaupir glæsihús í 101

Guðmundur Fertram Sigurjónsson.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félagið FnFPehf., sem er í eigu Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar, forstjóra og stofnanda Kerecis, hefur fest kaup á sögufrægu húsi við Laufásveg í Reykjavík. Hann hefur verið mikið í fréttum á árinu og var valinn viðskiptamaður ársins á Hátíðarkvöldi Þjóðmála sem haldið var á dögunum.

Húsið við Laufásveg 71 var teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem teiknaði mörg fögur mannvirki á ferli sínum eins og aðalbyggingu Háskóla Íslands, Hótel Borg, Hávallagötu 24 og Sundhöll Reykjavíkur svo einhver séu nefnd. Húsið við Laufásveg er klassískt og í þeim anda sem var eftirsóttur í kringum 1928 þegar það var teiknað. Það var þó ekki byggt fyrr en nokkrum árum seinna. Aðalhæð hússins er 141 fm að stærð en þar fyrir ofan er 105 fm risíbúð. Í kjallara eru núna tvær íbúðir sem eru 55 og 48 fm og svo er bílskúr meðfylgjandi. Húsið er í heild sinni 454 fm að stærð og var reist 1936. Aðeins ein fjölskylda hefur átt húsið síðan það var byggt en það var Jón Árnason (1885-1977), bankastjóri Landsbanka Íslands, sem bjó í húsinu og hefur því alltaf verið vel við haldið.

Hér má sjá teikningar af húsinu.
Hér má sjá teikningar af húsinu.

FnFPehf. greiddi 320.000.000 kr. fyrir húsið.

Laufásvegurinn hefur verið vinsæll hjá hinum efnameiri en það vakti athygli á árunum fyrir efnahagshrunið 2008 þegar svokallaðir útrásarvíkingar námu land í götunni og reyndar í næstu götum í kring líka. Það mun líklega aldrei neinn gleyma því þegar viðskiptamaðurinn Hannes Smárason keypti tvö hús hlið við hlið við Fjölnisveg og aðal­umræðuefni í saumaklúbbum landsins á þeim tíma var hvort hann myndi gera göng á milli húsanna eða ekki. Jón Ásgeir Jóhannesson viðskiptamaður bjó við Laufásveg og líka Þorsteinn M. Jónsson fjárfestir. Laufásvegurinn var eftirsóttur og heldur áfram að vera það og laðar til sín framafólk á ýmsum sviðum en við götuna búa til dæmis Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, ásamt fleiri goðsögnum úr mannlífinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál