Maður #ársins selur glæsilegt endaraðhús í Fossvoginum

Guðmundur Haukur Guðmundsson og Snædís Helgadóttir hafa greinilega komið sér …
Guðmundur Haukur Guðmundsson og Snædís Helgadóttir hafa greinilega komið sér vel fyrir í húsinu sem er fallega innréttað. Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Guðmundur Haukur Guðmundsson Maður #ársins á X, áður Twitter, og eiginkona hans Snædís Helgadóttir hafa sett glæsilegt endaraðhús sitt í Fossvoginum á sölu. 

Í febrúar 2023 var greint frá því á Smartlandi að hjónin hefðu fest kaup á húsinu sem þau greiddu 160 milljónir fyrir. Nú er ásett verð 162,9 milljónir.

Falleg húsgögn prýða stofuna á efsta palli hússins.
Falleg húsgögn prýða stofuna á efsta palli hússins. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í húsið.
Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í húsið. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Sjarmerandi stofa með útsýni

Húsið er á pöllum eins og þekkt er í raðhúsum í Fossvoginum, en það er 212 fm að stærð og var reist árið 1971. Á efsta palli hússins er rúmgóð stofa með stórum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn í rýmið og veita útsýni. 

Í stofunni má einnig finna fallegan arinn sem skapar hlýlega stemningu, en við arininn má sjá formfögur og stílhrein húsgögn sem gefa rýminu sjarmerandi yfirbragð. 

Alls eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu, en frá rúmgóðu hjónaherbergi er útgengt út í garð með skemmtilegri verönd, heitum potti og garðhúsi. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Logaland 20

Arininn gefur rýminu án efa mikinn sjarma og skapar hlýlega …
Arininn gefur rýminu án efa mikinn sjarma og skapar hlýlega stemningu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hjónaherbergið er stílhreint og hlýlegt.
Hjónaherbergið er stílhreint og hlýlegt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Á veröndinni er heitur pottur og garðhús.
Á veröndinni er heitur pottur og garðhús. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál