Laufey Brá og Jón Ingi óska eftir góðum grönnum

Litagleði og fegurð einkenna stofuna.
Litagleði og fegurð einkenna stofuna.

Laufey Brá Jónsdóttir, prestur og leikkona, og Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, búa í fallegu húsi í Hafnarfirði. Nú er íbúð í sömu götu á sölu. Um er að ræða 161 fm neðri sérhæð í tvíbýli. Húsið sjálft var reist 1930. 

Í eldhúsinu er nýleg hvít innrétting með fulningahurðum og viðarborðplötum. Til þess að búa til meiri stemningu í eldhúsinu settu þau grænar flísar á vegginn með hvítum fúgum. Léttar hillur prýða einn veginn og er búið að opna glugga inn í stofu til að hafa flæðið sem best. 

Falleg glerhurð skilur að tvö rými.
Falleg glerhurð skilur að tvö rými.
Grænu flísarnar í eldhúsinu draga fram þokkann í heildarmyndinni.
Grænu flísarnar í eldhúsinu draga fram þokkann í heildarmyndinni.

Í stofunni eru stór listaverk sem setja svip sinn á stofuna en gulur sófi í anda áttunda áratugarins rímar vel við. Þar er líka munstruð motta og borð úr viðardrumbi. 

Af fasteignavef mbl.is: Nönnustígur 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál