Atli Már og Katla keyptu íbúð Nadinar Guðrúnar án auglýsingar

Atli Már Steinarsson og Katla Ómarsdóttir hafa fest kaup á …
Atli Már Steinarsson og Katla Ómarsdóttir hafa fest kaup á íbúð við Hjarðarhaga. Samsett mynd

Útvarpsstjarnan Atli Már Steinarsson og Katla Ómarsdóttir kennari hafa fest kaup á glæsilegri íbúð við Hjarðarhaga. Íbúðin var áður í eigu Nadinar Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra hjá flugfélaginu Play, en hún hefur búið í íbúðinni ásamt kærasta sínum, Snorra Mássyni, ritstjóra á ritstjóra.is. Íbúðin var ekki auglýst til sölu heldur keypt í skúffunni eins og sagt er. 

Um er að ræða 84,5 fm íbúð sem er í blokk sem reist var árið 1955. Íbúðin er fallega innréttuð með hvítum sprautulökkuðum innréttingum og parketi á gólfum. 

Á dögunum settu Atli Már og Katla íbúð sína við Barmahlíð á sölu. 

Atli Már og Katla eiga von á sínu fyrsta barni eins og greint var frá á fjölskylduvef mbl.is í janúar. 

Smartland óskar þeim til hamingju með nýju íbúðina. 

Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Parket er á gólfum og rennihurð á milli stofu og …
Parket er á gólfum og rennihurð á milli stofu og borðstofu. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Meðfram loftunum eru fallegir listar.
Meðfram loftunum eru fallegir listar. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
Úr stofunni er útgengi út í garð.
Úr stofunni er útgengi út í garð. Ljósmynd/Gunnar Bjarki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál