Reykjanes Investment keypti 220 milljóna glæsihús

Einbýlishús við Markarflöt 9 var selt á 220.000.000 kr. þann …
Einbýlishús við Markarflöt 9 var selt á 220.000.000 kr. þann 7. desember 2023.

Glæsilegt einbýlishús við Markarflöt 9 í Garðabæ var auglýst til sölu á síðasta ári. Um er að ræða 251 fm hús sem reist var 1969. Húsið er teiknað af Kjart­ani Sveins­syni og hef­ur verið mikið end­ur­nýjað. 

Það er á tveim­ur hæðum en á þeirri efri má finna eld­hús með hvítri sprautulakkaðri inn­rétt­ingu og nátt­úru­steini. Eld­húsið er opið inn í borðstofu en í eld­hús­inu sjálfu er að finna sér­lega smart hring­laga borð úr græn­um marm­ara. Húsið prýða stór­ir glugg­ar sem hleypa mik­illi birtu inn. Í kring­um húsið er stór og gró­inn garður.

Húsið var í eigu Aðalsteins Jónssonar Þorsteinssonar, fram­kvæmda­stjóra vinnu­stofu Kjar­vals, og Ásu Maríu Þór­halls­dótt­ur, verk­efnda­stjóri KLAK. Nú hefur húsið verið selt á 220.000.000 kr. Nýr eigandi er félagið Reykjanes Investment ehf. Félagið er í eigu Kjartans Páls Guðmundssonar, Viktoríu Hrundar Kjartansdóttur, Magnúsar Guðmundssonar og Sigurgeirs Rúnars Jóhannssonar. Hver og einn á 25% hlut í félaginu. 

Kaupin fóru fram 7. desember 2023 og var húsið afhent 1. febrúar. 

Hvítar sprautulakkaðar innréttingar eru í eldhúsinu.
Hvítar sprautulakkaðar innréttingar eru í eldhúsinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál