Skattakóngar selja lúxusíbúð

Við Bryggjugötu í Reykjavík er að finna 195 fm lúxusíbúð sem stendur í einu af glæsihúsunum við Hafnartorg. Húsið var reist 2019 og var mikið lagt í allar innréttingar, hljómgæði og lýsingu. Íbúðin er á fimmtu hæð með útsýni út á Reykjavíkurhöfn og sundin blá. 

Ingibergur Þorgeirsson og Málfríður Baldvinsdóttir eru eigendur íbúðarinnar en hann komst í fréttir 2022 þegar hann borgaði 3,1 milljarð í fjármagnstekjur. Það var eftir að hann seldi öll sín hlutabréf í Nesfiski. Hann var á lista yfir þriðju hæstu skattgreiðendur það árið. 

Íbúðin við Bryggjugötu státar af innréttingum úr amerískri hnotu frá ítalska handverkshúsinu Gili Creations en þær prýða eldhús, baðherbergi og fataskápa. Í eldhúsinu eru kvarts borðplötur í kringum vask en á eyjunni í eldhúsinu eru marmaraflísar. Í eldhúsinu eru tæki af af vönduðustu gerð frá Miele og Liebherr. Spansuðuhelluborð, vifta í helluborði, ofn, innbyggð uppþvottavél, innbyggður ísskápur, vaskur og blöndunartæki. Snjallheimiliskerfi er í íbúðinni sem gerir íbúum kleift a stýra lýsingu heimilisins og hitastigi.

Tvennar svalir prýða íbúðina en í henni eru einnig tvö svefnherbergi en sérbaðherbergi og er útgengi út á svalir úr öðru herberginu. 

Lyfta opnast beint inn í íbúðina, sem margir telja hreinræktaðan lúxus. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Bryggjugata 2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál