Skattakóngar selja lúxusíbúð

Við Bryggjugötu í Reykjavík er að finna 195 fm lúxusíbúð sem stendur í einu af glæsihúsunum við Hafnartorg. Húsið var reist 2019 og var mikið lagt í allar innréttingar, hljómgæði og lýsingu. Íbúðin er á fimmtu hæð með útsýni út á Reykjavíkurhöfn og sundin blá. 

Ingibergur Þorgeirsson og Málfríður Baldvinsdóttir eru eigendur íbúðarinnar en hann komst í fréttir 2022 þegar hann borgaði 3,1 milljarð í fjármagnstekjur. Það var eftir að hann seldi öll sín hlutabréf í Nesfiski. Hann var á lista yfir þriðju hæstu skattgreiðendur það árið. 

Íbúðin við Bryggjugötu státar af innréttingum úr amerískri hnotu frá ítalska handverkshúsinu Gili Creations en þær prýða eldhús, baðherbergi og fataskápa. Í eldhúsinu eru kvarts borðplötur í kringum vask en á eyjunni í eldhúsinu eru marmaraflísar. Í eldhúsinu eru tæki af af vönduðustu gerð frá Miele og Liebherr. Spansuðuhelluborð, vifta í helluborði, ofn, innbyggð uppþvottavél, innbyggður ísskápur, vaskur og blöndunartæki. Snjallheimiliskerfi er í íbúðinni sem gerir íbúum kleift a stýra lýsingu heimilisins og hitastigi.

Tvennar svalir prýða íbúðina en í henni eru einnig tvö svefnherbergi en sérbaðherbergi og er útgengi út á svalir úr öðru herberginu. 

Lyfta opnast beint inn í íbúðina, sem margir telja hreinræktaðan lúxus. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Bryggjugata 2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda