Olga Hrafns keypti draumaíbúð í Vesturbænum á yfirverði

Olga Hrafnsdóttir hefur fest kaup á draumaíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur.
Olga Hrafnsdóttir hefur fest kaup á draumaíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Samsett mynd

Listamaðurinn Olga Hrafnsdóttir hefur fest kaup á einstaklega heillandi draumaíbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 124 fm íbúð í fjölbýlishúsi við Kvisthaga í Reykjavík. Fal­leg­ir loftlist­ar, rúm­góð al­rými og sjarmer­andi glugg­ar ein­kenna eign­ina sem er á ann­arri hæð húss­ins. Ásett verð var 119.000.000 kr. en Olga greiddi 122.000.000 kr. fyrir íbúðina. Það ætti ekki að koma á óvart því slegist er um hæðir í Vesturbænum.  

Stíl­hrein hvít inn­rétt­ing prýðir eld­húsið sem er bjart og með góðu vinnu- og skápaplássi. Flott­ur háf­ur fyr­ir ofan hellu­borðið vek­ur án efa at­hygli í rým­inu, en hann er skemmti­leg­ur í lag­inu og gef­ur rým­inu karakt­er. 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hillurnar í stofunni eru mikil prýða og er fallega raðað …
Hillurnar í stofunni eru mikil prýða og er fallega raðað í þær. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Form­fagr­ir stól­ar prýða bæði borðstof­una og stof­una. Þeir eru mis­mun­andi í lag­inu en eiga það sam­eig­in­legt að vera með dökka um­gjörð. Fjallað var um íbúðina þegar hún var sett á sölu í byrjun ársins. 

Franskir gluggar prýða íbúðina við Kvisthaga.
Franskir gluggar prýða íbúðina við Kvisthaga. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Smartland hefur nokkrum sinnum fjallað um fasteignir sem Olga hefur selt og eiga þær það sameiginlegt að búa yfir einstakri smekkvísi. Um tíma bjó hún í raðhúsi við Nesbala í Reykjavík og var fjallað um húsið þegar það fór á sölu. 

Verk eftir Kristinn Má Pálmason prýddi heimilið.
Verk eftir Kristinn Má Pálmason prýddi heimilið. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Arinn úr sjónsteypu setti svip sinn á stofuna.
Arinn úr sjónsteypu setti svip sinn á stofuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Einu sinni bjó hún líka í húsi sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins en það hús er staðsett við Túngötu 34. Húsið hefur nokkrum sinnum verið keypt og selt á síðustu árum en Smartland fjallaði um húsið þegar Olga og fjölskylda seldu það 2015. 

Smartland óskar Olgu til hamingju með íbúðina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál