235 milljóna hönnunarhús í Laugardalnum

Garðurinn í kringum húsið er afgirtur en í kjallaranum er …
Garðurinn í kringum húsið er afgirtur en í kjallaranum er aukaíbúð.

Við Laugateig í Laugardalnum er að finna 322 fm einbýli sem byggt var 1947. Búið er að endurnýja húsið mikið að ýmsu leyti. Árið 2012 voru nýjar innréttingar settar í húsið en þær voru teiknaðar af Rut Káradóttur innanhússarkitekt og sérsmíðaðar inn í húsið. 

Eldhús og stofa renna saman í eitt en eru þó örlítið stúkuð af. Eldhúsið er í frönskum stíl með hvítum sprautulökkuðum fulningahurðum og höldum í gamaldags stíl. Gaseldavél er í eldhúsinu og svo eru fallegar flísar á milli skápa í þessum franska stíl. 

Rut Káradóttir teiknaði innréttingarnar 2012.
Rut Káradóttir teiknaði innréttingarnar 2012.
Flísarnar í eldhúsinu eru í frönskum stíl.
Flísarnar í eldhúsinu eru í frönskum stíl.

Fyrir framan eldhúsið er eldhúsbekkur sem er í stíl við innréttingar í húsinu og gefur borðstofunni heillandi yfirbragð. 

Húsið sjálft er reisulegt og hefur mikill metnaður lagður í að endurbætur hússins séu í upprunalegri mynd. Í húsinu er aukaíbúð á jarðhæð og er lóðin í kringum húsið afgirt. 

Í borðstofunni er bekkur sem er í stíl við innréttingarnar …
Í borðstofunni er bekkur sem er í stíl við innréttingarnar í eldhúsinu.

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Laugateigur 60

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál