Aníta Briem keypti 97,2 milljóna íbúð með kærastanum

Aníta Briem hefur fest kaup á íbúð ásamt kærasta sínum.
Aníta Briem hefur fest kaup á íbúð ásamt kærasta sínum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Leikkonan Aníta Briem og kærasti hennar, Hafþór Waldorff, hafa fest kaup á 129,7 fm íbúð við Bárugötu í Reykjavík. Um er að ræða rishæð með fallegu útsýni í Vesturbæ Reykjavíkur. Parið festi kaup á íbúðinni 4. apríl og fá hana afhenta 5. júní. 12 ára aldursmunur er á parinu en hún er fædd 1982 en hann 1994. 

Búið er að endurnýja íbúðina töluvert. Nýlegar innréttingar eru í eldhúsi með svörtum granítsteini á borðplötum. Gaseldavél er í eldhúsinu og svo er parket og flísar á gólfum. Meðfylgjandi með íbúðinni er bílskúr og einkastæði fyrir tvo bíla. Bílskúrinn var endurnýjaður 2013 og skipt var um þak og gluggar endurnýjaðir. 

Aníta flutti heim til Íslands eftir að hafa átt farsælan feril erlendis til þess að leika í íslenskum þáttaröðum. Síðasta haust var hennar fyrsta sjónvarpssería Svo lengi sem við lifum sýnda hérlendis. 

Smartland óskar Anítu og Hafþóri til hamingju með íbúðina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál