c

Pistlar:

23. október 2013 kl. 7:59

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (arelia.blog.is)

Lífsins krossgötur

Lífsins krossgötur eru margar og þegar maður kemur að þeim þá veit maður stundum ekki hvort maður á að fara til vinstri, hægri eða beint áfram. Oftast gefur lífið manni ekki tækifæri til að fara aftur á bak (sem betur fer).

Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga á þessum krossgötum:

1. Taktu þér tíma til að blása úr nös.

2  Farðu eftir innsæi þínu. Þú hefur innri áttarvita sem vísar allaf veginn í rétta átt.

3  Reyndu að sjá fyrir þér áfangastaði á hverri leið. Hvernig er venjulegur þriðjudagur á hverri leið?

4  Spurðu þá sem á undan hafa gengið.

5  Hvað á best við þig? Leiðin að hafi, fjöll, flatlendi? Þú hefur ástríður og langanir sem er einstakar.

6  Þú getur ekki stytt þér leið. Þá flækir þú málin enn frekar.

7  Það er ekki hægt að láta aðra bera sig. Þá hægir á báðum.

8  Prófaðu þig áfram. Það koma alltaf aðrar krossgötur.

9  Labbaðu með öðrum það er skemmtilegra.

10  Ekki fara af stað fyrr en þú hefur fundið svarið sem gefur nægilegan innri drifkraft til að drífa að næstu krossgötum.  

Að lokum, það er ekki hægt að sitja að eilífu á krossgötunum og fá valkvíða. Lífsins krossgötur eru til að læra af þeim - það versta sem maður gerir er að fara bara til baka og labba sama veginn aftur og aftur án þess að læra. Þroska fylgir alltaf sársauki en sársaukinn við að velja ekki nýjan veg er líklega mun verri en sá sem fylgir því að velja og koma sér af stað. Betra er að fara af stað og lenda á blindgötu aftur og aftur, þá veit maður hvaða leiðir virka ekki.  Skoppaðu bara af stað og treystu því að það koma alltaf nýjar krossgötur.