c

Pistlar:

17. maí 2018 kl. 16:11

Baldur Rafn Gylfason (baldurbpro.blog.is)

Hver er þessi Baldur í bpro?

Komið þið sæl. Ég heiti Baldur Rafn, ég er hárgeiðslumeistari að mennt og nú eigandi bpro heildsölu. Ég er líka eiginmaður og þriggja barna faðir, en við hjónin stofunuðum bpro lok árs 2010. Ég hef  verið heppinn að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt alla mína hunds tíð. Það getur ekki kallast annað en heppni að vera með skemmtilegu fólki alla daga og fá stöðugt að fást við mismunandi og krefjandi verkefni alla daga.

Ég lauk sveinsprófi í hársnyrtiiðn rétt fyrir aldamót og opnaði strax stofuna mína; Mojo á Vegamótastíg. Þar var mikil gleði og partý og ekki leið á löngu áður en ég og Gummi vinur minn tókum höndum saman og keyptum stofuna Monroe á Templarasundi sem við sameinuðum Mojo undir nafninu Mojo-Monroe. Þarna vorum við komnir með rosalegt veldi að okkur fannst með 25 manns á launaskrá.

Screen Shot 2018-05-17 at 13.21.22

Þegar við stofnuðum bpro byrjuðum við með eitt lítið merki en erum núna komin með nokkur sem ég hef öll valið eins og fínasta "búbblu/champagne“ drykk. Það vita allir, hvort sem er í sölu, ráðgjöf, þjónustu eða hverju sem er að ef þú trúir á, veist hvernig virkar og veist að það er ekkert bull, þá þarf ekkert að bulla. Heldur hægt að gera það beint frá hjartanu og hafa gaman af. Það er ekki slæm tilfinning að geta sleppt bullinu í vinnunni. 

Fyrsta merkið sem við byrjuðum að með er label.m, það gekk vel frá fyrsta degi, enda mikið af góðum vörum fyrir okkar markað í línunni, en það er eina opinbera hárvörumerkið á London Fashion Week. Við byrjuðum með eina littla hillu í bílskúrnum okkar og var ég svo heppinn að fá fljótt ýmsar af bestu hárgreiðslustofum landsins í label.m liðið. Enda ekki erfitt þegar vörurnar virka nákvæmlega eins og þær eiga að gera. Það leið ekki á löngu áður en bílskúrinn var allt of lítill, heimilið undirlagt og vörubretti á planinu sem komust ekki inn. Við fluttum úr "home" og fórum að leigja, þá var alvaran tekin við. Fastur kostnaður og vesen, eins og ég kallaði það, en gaman. Tveimur árum síðar var það sama, vörur komust ekki inn, svo við festum kaup á því húsnæði sem fyrirtækið er rekið úr í dag (aftur sprungið og draumur um aðeins meira pláss). Fljótlega tókum við inn HH Simonsen sem er danskt merki með hágæða raftæki fyrir hár. HH Simonsen er leiðandi á þeim markað og það sem bæði hárgreiðslufólk og aðrir velja. Annað af stóru merkjunum okkar er Davines en hjá þeim snýst allt um að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ítalskt fjölskyldufyrirtæki með allar þær gæða- og umhverfisvottanir sem hægt er að fá, auk þess sem það allar vörurnar nema tvær eru vegan. Hjá Davines er kolefnisjafnað fyrir alla framleiðslu og stuðlað að því að vernda líffræðilegan fjölbreytileika með því að sjá til þess að haldið er áfam að rækta jurtir sem annars myndu deyja út. Trúðu því, að mér fannst allt þetta sjálfbærinistal, vegan, Life gate, Zero impact, B Corp, beint frá býli og allt það, frekar mikið bull eitthvað.... En, batnandi mönnum er best að lifa og í betri heimi. Við erum farin að flokka heima og mér finnst þetta allt bara, fukking cool.

Við ákváðum að prófa að taka inn vöru sem er ekki fyrir hárið og seljum líka Marc Inbane brúnkuvörur, en það er ótrúleg vara og þó þig vanti bara korter í "goth" getur þú notað það og engum dettur í hug að þú sért með brúnkuvöru...þá vöru er gaman að selja. Alveg eins og flækjuburstan; The Wet Brush. Þá segir liðið: "Eritta, ekki bara svona bursti?" EÐA "ég hef oft prófað eitthvað brúnkudót." Svo kemur; "ERTU EKKI AÐ F::::: grínast?!" Þá blússar sölu/ráðgjafa kikkið upp. YESS 

Ég hef passion fyrir því að veita fólki ráðgjöf og elska þegar fólk kemur til mín og þakkar mér fyrir að hafa hjálpað þeim og að hafa ráðlagt þeim rétt. Það er til mikið af góðum vörum í hverju sem er EN við vitum það öll að það skiptir hugsanlega ekki öllu máli ef ráðleggingin er engin eða vitlaus. Auðvitað kemur það fyrir að það þarf fleiri en eina tilraun en þá er plan og oftast komumst við þangað sem förinni var heitið á endanum. Að koma því sem ég tel mig hafa og geta talað um geri ég á mörgum stöðum og fer nokkuð víða um landið eins og mín fjölskylda veit. Ég elska "marketing" og finnst magnað í bæði góðu og vondu áttina hvernig það er stundum notað en ég er eiginlega þjónustu eða ráðgjafa perri (hljómar skringilega) en það var hvatinn að því að ég opnaði þetta blogg. Hér ætla ég að deila með ykkur eitthvað af mínum trixum, bjútíráðum og líklega allskonar pælingum. Það er stundum erfitt að vera með stútfullan haus og koma því ekki frá sér, auðvitað misgáfulegu, en sjáum til og ég vona það besta. 

Þetta verður fjör!

Baldur Rafn.