c

Pistlar:

27. apríl 2015 kl. 8:38

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Krúsið er málið

graennapril-profilemynd-01_1259059.jpgÉg veit ekki hvort þú ert með krús (cruise control) í bílnum þínum, en ef svo er geturðu örugglega notað það oftar til að spara eldsneyti og fara betur með bílinn. Ég hef notaði krúsið á mínum bíl í utanbæjarakstri, en ekki mikið innanbæjar fyrr en nú nýlega. Ég sá það nefnilega svart á hvítu að meðaleyðslan á 100 km á bílnum mínum hrapaði þegar það var notað. Eins og alltaf eykst eldsneytiseyðslan yfir vetrarmánuðina, bæði vegna vetrardekkja og færðar eða það taldi ég að minnsta kosti,svo ég var eiginlega að bíða eftir vori þar til hún færi að falla á ný.

Ég komst hins vegar að því að með því að keyra með krúsið á innanbæjar er hægt að lækka hana töluvert eða um hálfan lítra að meðaltali á hverja 100 km. Þetta kom í ljós þegar annar bílstjóri keyrði bílinn minn um tíma. Eldri sonur minn var nýlega í heimsókn hér á landi og fékk bílinn nokkrum sinnum lánaðan á meðan á dvöl hans stóð. Hann er vanur að keyra alltaf með krúsið á þar sem hann býr erlendis, svo hann gerði slíkt hið sama hér og meðaleyðsla bílsins tók að falla. Mér finnst frábært að hafa komist að þessu og ekki verra að gera það í GRÆNUM APRÍL.

Ég ek á milli 15-20 þúsund km á ári hverju og ef ég get sparað rúmlega 100 krónur á hverja 100 km sem ég ek, sparast dágóð upphæð árlega, svo í mínum huga er knúsið nú málið - bæði innan- og utanbæjar.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira