c

Pistlar:

8. desember 2016 kl. 20:19

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Heilsupakkar undir jólatréð

Líkt og margir aðrir elska ég að fara í búðir á þessum árstíma. Ekki endilega til að kaupa svo mikið, þótt einn og einn hlutur slæðist nú heim með mér, heldur til að sjá allt það fallega sem fæst í búðunum á þessum árstíma. Margt kemur á óvart, meðal annars það sem ég fann í Fakó, sem nú er flutt úr gamla húsinu sem Faco (Fatagerð Ara og Co) var í á Laugaveginum og upp í Ármúla.

Ég hafði farið þar inn til að kaupa mér kertastjaka og ákvað svo að taka rúnt um búðina áður en ég borgaði. Fyrir bragðið fann ég skemmtilega litla útgáfu af VW bjöllu með jólatré á toppnum frá House Doctor og svo það sem kom á óvart, húðbursta með dásamlega mjúkum hárum. Þetta er svo sannarlega besti bursti sem ég hef fundið og hentar vel sem jólagjöf fyrir þá sem vilja bæta heilsuna með þurrburstun. Eftir burstun er gott að bera á sig olíu og þá er möndluolían frá NOW í miklu uppáhaldi hjá mér.

Ef þú átt ættingja sem þjást af fótapirringi er frábært að setja í heilsupakkann fyrir viðkomandi flösku af magnesíum geli eða magnesíum olíu úr Zechstein sjávarbotninum sem fást í Betra líf á 3ju hæð í Kringlunni, eða jafnvel fullan poka af magensíum salti til að nota í baðið eða heita pottinn.

Svo má líka gefa heilsubækur, matreiðslubækur eða námskeiðið HREINT MATARÆÐI, sem hefst að lokinni jólahátíð, þegar margir vilja gera breytingar á mataræðinu eftir öll veisluhöldin um jólin. Pakkar sem innihalda eitthvað gott fyrir heilsuna eru kannski bestu pakkar sem hægt er að gefa þeim sem manni þykir vænt um.

 

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira