c

Pistlar:

17. apríl 2019 kl. 9:46

Guðrún Arnalds - Darshan (gudrundarshan.blog.is)

Santosha - að gera sér lífið að góðu

Í jóga erum við með hugtakið Santosha - sem þýðir ánægja, að gera sér hlutina að góðu.

Iðkun Santosha snýst um að rækta með sér þakklæti og að læra að meta það sem er.

  • Að horfa innan við girðinguna en ekki yfir hana. Að taka eftir hvað gerist innra með mér frekar en að vera upptekin af umhverfinu og viðbrögðum annarra.
  • Að draga úr þeirri venju að sækja í þægindi og það sem mér líkar vel og að forðast það sem mér finnst óþægilegt eða það sem mér líkar illa.
  • Að gefa ekki öðrum vald yfir eigin tilfinningalífi.
  • Að rækta með mér þakklæti.
  • Að næra friðsæla miðju – til dæmis í gegnum hugleiðslu.

Það að velja sátt og hamingju framyfir sveiflurnar þýðir samt ekki að við afneitum því hvernig okkur líður. Það er líka miklvægt að gefa tilfinningunum rými hvernig sem þær birtast. Til að halda í friðsældina gætum við þurft að stækka rýmið innra með okkur. Og hafa þannig pláss fyrir að líða ekki vel og vera samt sátt. Að hafa pláss fyrir erfiðu tilfinningarnar og jafnvel þakka fyrir þær og það sem þær eru að kenna okkur.

Ég hef sett mér þetta verkefni yfir páskana. Að skoða hvernig ég get búið til rými fyrir meira "Santosha" og notið allra litlu og stóru hlutanna sem lífið færir mér, hvernig sem þeir birtast. Ég býð þér að taka þátt í þessari áskorun með mér. Það væri gaman að heyra frá þér hvernig gengur.

Gleðilega páska!

Guðrún Darshan - jógakennari, hómópati og markþjálfi

Andartak - jóga- og heilsustöð

gudrun@andartak.is

Guðrún Arnalds - Darshan

Guðrún Arnalds - Darshan

Guðrún Arnalds - Darshan starfar sem hómópati, lífsmarkþjálfi (life coach) og jógakennari og rekur jóga- og heilsustöðina Andartak.

www.andartak.is

Meira