Elíza Reid fagnaði Þriðju vaktinni

Eliza Reid ásamt Huldu Tölgyes og Þorsteini V. Einarssyni.
Eliza Reid ásamt Huldu Tölgyes og Þorsteini V. Einarssyni. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Vinir, börn og fjölskylda mættu til að fagna útgáfu bókarinnar Þriðja vaktin eftir hjónin Huldu Tölgyes sálfræðing og Þorstein V. Einarsson kynjafræðing. Teitið var haldið í Plöntunni og var margt um manninn.

Fullt var út úr dyrum og Eliza Reid lét sig ekki vanta sem og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði. 

Bókin fjallar um heimilishald og uppeldi sem er eitthvað sem felur í sér ólaunaða og vanmetna vinnu. Körlum hættir til að ofmeta sitt framlag og gera lítið úr álaginu sem fellur oftast á konur.

Í bókinni má meðal annars finna aðsendar reynslusögur og alþjóðlegar rannsóknir sem gefa lesendum færi á að sjá hvers vegna réttlát verkaskipting á heimilum er mikilvægt jafnréttismál.

Hjónin Hulda og Þorsteinn hafa verið leiðandi í umræðu um þriðju vaktina undanfarin ár og haldið fjölda fyrirlestra á vinnustöðum og námskeið fyrir pör.

Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
Ljósmynd/Heiða Helgadóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál