Eliza Reid hvatti konur til þess að fara út fyrir boxið í einkalífi og starfi

Maríanna Finnbogadóttir, Ester Sif Harðardóttir, Sigríður Inga Svarfdal, Eliza Reid, …
Maríanna Finnbogadóttir, Ester Sif Harðardóttir, Sigríður Inga Svarfdal, Eliza Reid, Karlotta Halldórsdóttir, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Árdís Hrafnsdóttir og Sólveig R. Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Guna Mezule

FKA Framtíð stóð fyrir verkefni í vetur sem á að styrkja konur á vinnumarkaði. Sólveig R. Gunnarsdóttir formaður félagsins segir að metþátttaka hafi verið, en 160 konur sóttu það. Íslenskar konur lærðu af reynslumiklum leiðtogum með það markmið að eflast í starfi. 

Á dögunum var haldið sérstakt lokahóf á Fosshótel Reykjavík. Eliza Reid, eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, ávarpaði hópinn og hvatti konur til þess að vera óhræddar við að stíga út fyrir boxið og takast á við nýjar áskoranir - bæði í einkalífi og starfi. 

Ása Karín Hólm, stjórnunarráðgjafi hjá Stratagem ráðgjöf, var verndari mentorverkefnisins í vetur. Hún hefur stýrt verkefninu í vetur með fræðslufundum og voru hennar skilaboð til kvenna að þær ættu að taka pláss.

Alls tóku 160 konur þátt í verkefninu. 

„Mentorverkefnið er klárlega verkefni sem komið er til að vera. Við stefnum á meiri vöxt og höldum áfram að þróa verkefnið til að leiða saman öflugar konur þvert á atvinnulífið. Verkefnið hefur vakið athygli innan atvinnulífsins og við höfum fregnir að því að fyrirtæki séu að taka upp mentorverkefni innanhús í kjölfar þátttöku kvenna hjá okkur. Það er ómetanlegt fyrir ungar konur, sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru komnar í stjórnendastöður og vilja taka skrefið enn hærra, að geta leitað til öflugra leiðtoga um leiðir til árangurs. Ég hef verið lánsöm að hafa fengið frábæra mentora í gegnum verkefnið Guðbjörgu Önnu Guðmundsdóttur í áhættustýringu Indó, Lindu Jónsdóttur fjármálastjóra SideKick Health, Tanyu Zharov aðstoðarforstjóra Alvotech sem hafa gefið mér ómetanleg ráð,innblástur og hvatningu og er ég þeim ævinlega þakklát,“ segir Sólveig R. Gunnarsdóttir formaður FKA Framtíðar. Hún nefnir að það sé aðalfundur hjá félaginu 30. maí og það séu fjögur sæti laus í stjórn félagsins. 

„Þær sem vilja halda áfram að byggja upp deildina, vaxa og efla tengslanetið sitt eru hvattar til að hafa samband, bjóða sig fram og rétta upp hönd,“ segir Sólveig. 

Árdís Hrafnsdóttir, Anna Björk Árnadóttir og Kolbrún Ýr Jónsdóttir.
Árdís Hrafnsdóttir, Anna Björk Árnadóttir og Kolbrún Ýr Jónsdóttir. Ljósmynd/Guna Mezule
Kristjana Thors Brynjólfsdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir.
Kristjana Thors Brynjólfsdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir. Ljósmynd/Guna Mezule
Sólveig R. Guðmundsdóttir.
Sólveig R. Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Guna Mezule
Guðný Halla Hauksdóttir og Snæfríður Dröfn Björgvinsdóttir.
Guðný Halla Hauksdóttir og Snæfríður Dröfn Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Guna Mezule
Eliza Reid.
Eliza Reid. Ljósmynd/Guna Mezule
Ása Karín Hólm.
Ása Karín Hólm. Ljósmynd/Guna Mezule
Helga Steinþórsdóttir, Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, Grace Achieng og Sandra Yunhong …
Helga Steinþórsdóttir, Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, Grace Achieng og Sandra Yunhong She. Ljósmynd/Guna Mezule
Sigríður Inga Svarfdal stýrði fundinum.
Sigríður Inga Svarfdal stýrði fundinum. Ljósmynd/Guna Mezule
Eliza Reid, Anna Björk Árnadóttir, Sjöfn Arna Karlsdóttir og Erla …
Eliza Reid, Anna Björk Árnadóttir, Sjöfn Arna Karlsdóttir og Erla Ósk Ásgeirsdóttir.
Magdalena Torfadóttir, Kristín Amy Dyer og Sólveig R. Gunnarsdóttir.
Magdalena Torfadóttir, Kristín Amy Dyer og Sólveig R. Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Guna Mezule
Eliza Reid.
Eliza Reid. Ljósmynd/Guna Mezule
Rut Gunnarsdóttir, Berglind Björg Harðardóttir, Ragna Margrét Norðdahl og Eyrún …
Rut Gunnarsdóttir, Berglind Björg Harðardóttir, Ragna Margrét Norðdahl og Eyrún Huld Harðardóttir. Ljósmynd/Guna Mezule
Gunnur Arndís Halldórsdóttir.
Gunnur Arndís Halldórsdóttir. Ljósmynd/Guna Mezule
Sólveig R. Gunnarsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sigríður Inga Svarfdal, Maríanna Finnbogadóttir, …
Sólveig R. Gunnarsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sigríður Inga Svarfdal, Maríanna Finnbogadóttir, Árdís Hrafnsdóttir, Ester Sif Harðardóttir og Sjöfn Arna Karlsdóttir. Ljósmynd/Guna Mezule
Sigrún Elísabet Arnardóttir og Fanney Sandra Albertsdóttir.
Sigrún Elísabet Arnardóttir og Fanney Sandra Albertsdóttir. Ljósmynd/Guna Mezule
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál