Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

Tónleikar Friðriks Dór fara fram sama dag og þau Helena ...
Tónleikar Friðriks Dór fara fram sama dag og þau Helena og Brynjúlfur ganga í hjónaband. Samsett mynd

Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig 6. október og hafa verið að skipuleggja brúðkaup sitt í heilt ár. Ákvörðun tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar að halda stórtónleika í Kaplakrika sama dag hefur þó sett óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu.

Helena og Brynjúlfur pöntuðu veislusalinn Sjónarhól í Kaplakrika í fyrra og segir Helena salinn hafa verið þeirra draumasal. „Fyrst ætluðum við að gifta okkur viku fyrr, 30. september, og vorum búin að bóka salinn líka þá en svo hringdu þau í okkur tveimur mánuðum seinna og spurðu hvort við værum sátt við salinn viku seinna,“ segir Helena og segir ástæðuna fyrir því að þau frestuðu brúðkaupinu um viku hafa verið lokahóf sem átti að fara fram sama dag. Enn var langt í brúðkaupið og lítið mál fyrir þau Helenu og Brynjúlf að breyta kirkjunni og skipuleggja brúðkaup viku seinna. 

Helena segir þau hafi hins vegar fyrst frétt af tónleikum Friðriks Dórs í Kaplakrika á laugardagkvöldið og var það mikið áfall. Unnusti hennar hringdi strax á mánudagsmorguninn og spurði hvort það ættu raunverulega að fara fram tvennir tónleikar, fjölskyldutónleikar um daginn og stórir tónleikar um kvöldið, daginn sem þau voru búin að skipuleggja brúðkaupsveislu í næsta sal. 

Helena segir töluverða truflun skapast af tónleikunum. „Salurinn er við hliðina á, inngangurinn inn í Kaplakrika mundi blandast saman. Þau töluðu um að þau gætu haldið þessu aðskildu og buðust til að redda dyraverði. Maður vill það ekkert á stóra deginum, dyravörð til þess að halda fólki frá,“ segir Helena og segir þau hafa ákveðið að afbóka salinn og á endanum fengið staðfestingargjaldið endurgreitt. 

„Við erum bara í djúpum skít. Þetta er ekkert auðvelt. Við viljum sal á fyrstu hæð þannig að fólk geti gengið beint inn og fengið sér frískt loft,“ segir Helena sem er á fullu að leita að nýjum sal en margir veislusalir eru nú þegar bókaðir enda bara rúmir tveir mánuðir í brúðkaupið. 

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór.
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

Í gær, 17:30 Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

Í gær, 16:15 Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því það hafi fáir svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Í gær, 11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

Í gær, 10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

Í gær, 05:00 Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

í fyrradag Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

í fyrradag „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í fyrradag Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í fyrradag Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í fyrradag Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

í fyrradag „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »