Vill ekki stunda kynlíf eftir framhjáhaldið

Maðurinn hefur ekki áhuga á konunni eftir að hún hélt …
Maðurinn hefur ekki áhuga á konunni eftir að hún hélt fram hjá. mbl.is/Getty

„Fyrir átta mánuðum hélt ég fram hjá eiginmanni mínum. Hann segist hafa fyrirgefið mér en hann hefur ekki stundað kynlíf með mér síðan það gerðist. Ég er 24 ára og hann er 26 ára. Við höfum verið gift í þrjú ár. Ég hélt bara fram hjá tvisvar, með vini vinar míns. Ég átti erfitt vegna móður minnar, vinnunnar og bara út af öllu öðru og ég þurfti á smá styrkingu. Hann komst að framhjáhaldinu með því að skoða símann minn. Ég hef sagt fyrirgefðu aftur og aftur en hann vill enn ekki stunda kynlíf. Stundum verður limur hans stinnur en ef ég kem við hann segir hann mér að hætta. Þetta truflar mig mjög mikið. Ég veit ekki hvað ég á að gera,“ skrifar kona sem hélt fram hjá manni sínum og leitar ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Ráðgjafinn spyr hvort konan hafi rætt við hann af hverju hún leitaði til manneskjunnar sem hún hélt fram hjá með en ekki til eiginmanns síns. Ráðgjafinn segir manninn enn vera til staðar en konan hafi greinilega sært hann mjög mikið. 

„Segðu honum að þú elskir hann og að þið þurfið að vinna í ykkar málum saman til þess að bæta samband ykkar ef ekki er tímaeyðsla fyrir ykkur að vera saman.“

Konan hélt fram hjá manni sínum.
Konan hélt fram hjá manni sínum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is