Finnst þér kynlíf dónalegt?

Stundum geta undirliggjandi hugmyndir fólks staðið í vegi fyrir hamingjunni.
Stundum geta undirliggjandi hugmyndir fólks staðið í vegi fyrir hamingjunni. mbl.is/Colourbox

Ef þú ert ein/einn af þeim sem ert alin/alinn upp við mikla skömm þegar kemur að hinu kyninu. Fordóma þegar kemur að kynlífi eða vilt bæta getu þína í samböndum er þetta grein fyrir þig. 

Esther Perel er hjónaráðgjafi sem hefur aðstoðað fólk víða um heiminn við að berskjalda sig og ná betur saman í samböndum. Þegar kemur að kynlífinu og annarri nánd þá er hún með áhugaverða leið til að fólk átti sig betur á hverjir styrkleikar þeirra gætu verið og hverjir veikleikarnir gætu verið. 

Þetta er eins konar leiðarvísir sem fólk spyr sig að og svarar í heiðarleika um sjálft sig í samböndum. 

„Þessi nándarspurningalisti er eins konar vörutalning þegar kemur að hæfni fólks í hegðun, gagnvart sér sjálfu og öðrum í samböndum. Þar sem farið er yfir undirliggjandi þarfir, hugmyndir og sögu einstaklingsins. Þetta eru spurningar sem þú hefur eflaust ekki spurt þig að sjálf/sjálfur, jafnvel þótt ýmislegt hafi komið upp hjá þér sem hefur með þetta að gera.“

Perel segir mikilvægt að skoða þessa hluti þar sem flestir koma inn í sambönd með einhvern farangur með sér. 

„Alls konar tilfinningar, ótti, væntingar, sár, vonbrigði og styrkleikar einnig er eitthvað sem fylgir hverjum og einum inn í sambönd. 

Við tengjumst fólki með getu sem hefur orðið til við það sem við höfum fengið í gegnum árin, það sem við höfum ekki fengið og svo það sem hefur ekki gengið upp og það sem vel hefur gengið sem einstaklingurinn langar að halda áfram að gera.“

Þegar fólk svarar þessum spurningum þá líður mörgum eins og það standi fyrir framan spegil. 

Spurningalistinn inniheldur tíu spurningar sem hver og einn ætti að reyna að svara eftir bestu getu. Hver einstaklingur ætti að staldra við tvær til þrjár spurningar sem höfða hvað mest til þeirra. 

Spurningarnar mæla viðhorf fólks til þess kyns sem það er í sambandi við. Einnig er farið yfir hugmyndir fjölskyldunnar um kynlíf og hvernig fólk tjáir sig í samböndum almennt. 

Hér má nálgast þessar spurningar. 

View this post on Instagram

The Covid-19 pandemic, like so many crises, has acted as a relationship accelerator. This is a moment in which the duality of fear and hope must be held with equanimity, thoughtfulness, and even humor and fantasy. It’s a time for laying the cards out on the table, and asking ourselves questions like: What do we really want? What do we want to build? For whom are we responsible? What do we have going well for us? What are our greatest challenges? What do we have control over? What do we have absolutely no control over? Where do we need to fight? What do we need to surrender? What are our strengths and weaknesses individually and together? Believe it or not, these questions are erotic in their very nature. They are about imagination, fantasy, exploration, curiosity, and navigating the challenges of this moment for the sake of cultivating pleasure. For more on realigning our emotional connections, click the link in profile bio or visit estherperel.com/blog.

A post shared by Esther Perel (@estherperelofficial) on May 28, 2020 at 3:24pm PDT

mbl.is