Tilhugsunin um kynlíf gerir mig óörugga

Konan hefur verið lengi og er óörugg. Hún leitaði ráða …
Konan hefur verið lengi og er óörugg. Hún leitaði ráða hjá Elínrós Líndal ráðgjafa. Samsett mynd

El­ín­rós Lín­dal fjöl­skylduráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hún fær spurningu frá konu sem hefur verið lengi ein með þeim afleiðingum að hún er orðin óörugg. 

Sæl

Ég hef verið lengi ein og er orðin frekar óörugg þegar kemur að því að fara á stefnumót. Tilhugsunin um kynlíf gerir mig líka óörugga. Hvernig get ég undið ofan af þessu óöryggi?

Bestu kveðjur, 

XX

Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands.
Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Tinna

Sælar og takk fyrir spurninguna.

Það sem ég mæli með að þú gerir er að byrja að ná augnsambandi við huggulega menn sem verða á vegi þínum. Ég myndi ekki breyta miklu í daglegum venjum en vil hvetja þig til að líta í kringum þig þar sem þú ert hverju sinni. Er einhver sem þér líst á í sundi? Hvað með í ræktinni eða á uppáhaldsmatsölustaðnum? Eins myndi ég passa upp á að vera í kringum vinkonur sem eru í góðum ástarsamböndum.

Ég hitti margoft sjálfstæðar konur sem eru í frábærum vinnum, eiga góðar vinkonur, búa á fallegum heimilum en hafa ekki fundið þann mann sem þær leita að. Þær leita oft ráða hjá öðrum konum í svipuðum stöðum og þær sammælast um að ekki séu til neinir góðir karlar í landinu og halda síðan áfram að vera einar – saman.

Við mannfólkið erum í eðli okkar félagsverur, en eigum mjög gott með að venjast því að vera ein ef við þurfum þess. Ég held hins vegar að það sé mjög mikil sjálfsvirðing fólgin í því að finna maka til að deila lífinu með.

Mjög margir hafa fundið ástina á stefnumótaforritum og þá sérstaklega á forritum á borð við Smitten. Ástæðan fyrir því er sú að á slíkum forritum er meginmarkiðið að ferlið við að kynnast öðrum sé létt og skemmtilegt. Erlendis eru til mjög áhugaverð stefnumótaforrit, þar sem fólki er húrrað saman á stefnumót á skemmtilegum stöðum og stundum í hópum. My Social Calendar er eitt þeirra.

Ég mæli með öllu efni frá Dr. Pat Allen. Hún er dásamlega skemmtilegur fræðimaður sem er menntuð frá Harvard og aðstoðar konur við að finna ástina. Aðferðir hennar virðast virka hér eins og í Bandaríkjunum og þekki ég til margra kvenna sem nota aðferðir hennar með góðum árangri.

Gangi þér sem best í þessu ferðalagi og hver veit nema að góður maður detti ofan í vasana þína fyrr en þú gerðir ráð fyrir.

Það er nóg til af flottum körlum á lausu í landinu!

Bestu kveðjur, Elínrós Líndal ráðgjafi.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál