Missti fyrrverandi mágkonu vegna fíknar

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi er fyrsti gesturinn í þættinum Lífið á biðlista sem er ekki alkóhólisti en hann þekkir alkóhólisma í gegnum fjölskyldu sína. 

„Sárasta reynslan er að tveimur ungmennum, annars vegar systir barnsmóður minnar sem átti við mikinn fíkniefnavanda að etja, á sínum tíma, og alla þá drauga sem því fylgdu. Hún svipti sig lífi árið 2001, ung kona, og það tekur á að fylgjast með þeirri vanlíðan sem fylgir þessum fíkniefnavanda og hversu mikil áhrif það hefur á fjölskylduna, foreldra og alla aðstandendur og vini sem þykir vænt um einstaklinginn,“ segir Baldur og er þá að lýsa fíknivanda sem Kristín Gerður Guðmundsdóttir glímdi við.

Kvikmyndin Lof mér að falla var byggð á hennar sögu að hluta til þar sem hún skildi eftir dagbækur þar sem hún lýsti fíkniefnaheiminum. 

Baldur segir það hafa reynt mjög á fjölskylduna þegar ættingi í blóma lífsins fór út á fíknibrautina. Systursonur Felixar, Bergur Snær Sigurþóruson, leiddist einnig út í kannabisneyslu sem unglingur og eftir erfiða lífsreynslu tók hann sitt eigið líf, aðeins 19 ára gamall.

Fljótlega eftir andlát Berg Snæs stofnaði móðir hans Bergið Headspace, en það vinnur sérstaklega að því að hjálpa börnum og ungu fólki, frá 12 ára aldri og upp í 25 ára aldur, sem eru í vanda, hvort sem það er vegna fíknar eða annarra erfiðleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál