Erfiðast að lesa dagbækur Kristínar Gerðar

Eyrún Björk Jakobsdóttir og Elín Sif Halldórsdóttir eiga stórleik í ...
Eyrún Björk Jakobsdóttir og Elín Sif Halldórsdóttir eiga stórleik í Lof mér að falla. mbl.is/Valli

Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir fara með aðalhlutverk í íslensku kvikmyndinni Lof mér að falla, sem frumsýnd var í vikunni. Þar túlka þær hlutverk Magneu og Stellu, en myndin byggist á sönnum atburðum úr íslenskum raunveruleika fíkniefnaheimsins, þar á meðal dagbókum Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur, sem svipti sig lífi í kringum aldamótin, sem og nýlegum frásögnum ungra kvenna sem hafa verið í neyslu.

Í myndinni leikur Elín Sif hina 15 ára gömlu Magneu, góðan nemanda og fimleikastelpu sem kynnist aðeins eldri stelpu, hinni 18 ára Stellu, sem Eyrún Björk leikur. Magnea heillast af Stellu og sogast inn í þá hættulegu tilveru harðrar fíkniefnaneyslu sem Stella lifir og hrærist í og hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar.

Það er ekki ofsagt að myndin sé átakanleg, ekki síst í ljósi þess hve sönn hún er, en saga Stellu og Magneu nær yfir 15 ár svo að áhorfendur fá góða innsýn í hvernig líf þeirra þróast. Um leið er myndin þó ekki bara um skuggalegan heim og átök heldur saga um vináttu og ást.

Það er svolítið skrýtið að hitta þær Elínu og Eyrúnu innan um ferðamenn í neonlituðum úlpum í kaffisopa í Perlunni. Blaðamaður var nokkuð lengi að jafna sig eftir Lof mér að falla, en ekki er ofmælt að engin íslensk bíómynd hafi haft viðlíka áhrif á undirritaða. Það er því erfitt að tengja persónurnar við ungar konur sem eru bara í góðum gír í lífinu, önnur nýlega útskrifuð úr MH og hin að klára sama skóla. Meðtaka að þær séu ekki í alvörunni Magnea og Stella. 

Lestur dagbókanna erfiður

Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, tók eftir Elínu Sif þegar hún tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2014 og fékk hana í kjölfarið til að leika í Rétti. Hann nefndi þá við hana að hann langaði að fá hana í prufur fyrir Lof mér að falla. Stuttu eftir þær prufur hringdi Baldvin í Elínu með þessum orðum; „Við erum á leiðinni til Brasilíu!“ en hluti myndarinnar gerist þar. Í kjölfarið hófst leit að Stellu.

Elín Sif: „Við tók tveggja mánaða leit að Stellu. Baldvin var að leita að rétta „kemestríinu“ á milli Magneu og Stellu og ég sat með í mörgum prufum, með mörgum leikkonum, og þetta tók dágóðan tíma. Svo bara birtist hún Eyrún og allt small.“

Eyrún: „Ég hafði aldrei farið í leiklistarprufu áður, slysaðist bara inn í þær eftir að systir mín sá auglýsingu á Facebook þar sem auglýst var eftir Magneu. Við Elín höfum alltaf vitað af hvor af annarri þar sem við erum gamlar skólasystur úr Hlíðaskóla og síðar MH en við gerð myndarinnar kynntumst við miklu betur. Á vissan hátt var betra að þekkjast eitthvað, fannst okkur, og vera á sama aldri og á svipuðum bát, báðar óreyndar, því í myndinni eru margar erfiðar senur. Við tengdumst mjög vel og þegar við vorum úti í Barcelona, þar sem við enduðum í staðinn fyrir Brasilíu, kom sér vel að vera saman í herbergi og við vöktum langt fram eftir að spjalla. Það hjálpaði enn fremur sem undirbúningur fyrir myndina. “

Elín Sif og Eyrún Björk ásamt Sturlu Atlasyni í hlutverkum ...
Elín Sif og Eyrún Björk ásamt Sturlu Atlasyni í hlutverkum sínum í myndinni Lof mér að falla.


Hvernig undirbjugguð þið ykkur fyrir þessi hlutverk?

Elín: „Við fengum langan tíma til undirbúnings, sem var mjög gott. Ég hafði heilt ár og Eyrún rúmlega hálft ár. Við hittumst mikið á þessum tíma, Baldvin lét okkur horfa á heimildarmyndir, tala við stelpur sem voru eða höfðu verið í neyslu og við lásum dagbækurnar hennar Kristínar Gerðar. Erfiðasti hlutinn var líklega að lesa þær bækur, það tók mig tvo mánuði að komast í gegnum eina dagbók, lesturinn tók svo á.“

Kristín Gerður var 31 árs þegar hún svipti sig lífi, en hún var með fíknisjúkdóm og var þvinguð í vændi. Baldvin og Birgir Örn Steinarsson, annar handritshöfunda kvikmyndarinnar, lásu dagbækur hennar með leyfi aðstandenda, en Kristín hafði verið edrú í sex ár þegar hún lést.

Eyrún: „Ég þurfti að taka margar pásur í lestrinum. Bækurnar eru handskrifaðar og það er svo skrýtið til þess að hugsa að hún hafi setið við og skrifað textann sem ég las. Á sumum stöðum þurfti ég að reyna að byrja lesturinn margsinnis áður en ég gat haldið áfram, þetta var svo yfirþyrmandi. Við horfðum líka á Kompásþættina, myndir eins og Lilya 4-ever, Dýragarðsbörnin og fleira til að öðlast enn betri tilfinningu fyrir því sem við vorum að fara út í.“

Elín: „Þetta var ekki auðveldur undirbúningur, mjög erfiður raunar, en við vorum heppnar með leikstjórann og gátum treyst honum í blindni því það var það sem við urðum að gera. Við höfum hvorki reynslu né menntun til að leika þannig að ef hann sagði að við værum að gera rétt urðum við bara að jánka því, ekki hafði ég sjálf hugmynd um það. Maður var jafnvel ekki að trúa því þegar hann sagði; „Geggjað, senan er komin!“, manni hafði ekkert fundist þetta neitt sérstakt hjá sér. Og svo þegar ég var viss um að nú væri ég að gera góða hluti, væri „on fire“ fyrir framan myndavélina, var hann alls ekki sammála!“

Sannleiksgildið gaf öllu tilgang

Hvernig tilfinning var það að vita af því að þetta voru sannar tilvísanir og atburðir sem þið voruð að leika?

Eyrún: „Það að þetta voru sannir atburðir hafði í raun úrslitavald þegar ég ákvað mig, hvort mig langaði raunverulega að leika í myndinni. Ég fann svo sterkt að þetta væri saga sem ætti að heyrast og það að hún byggist á sannsögulegum atburðum gerir myndina svo miklu sterkari. Bara að hugsa; það gekk í alvörunni einhver í gegnum þetta styrkti mína ákvörðun. Um leið fannst mér ég vera að segja sögu fyrir hönd einhvers sem kannski getur ekki eða treystir sér ekki til að stíga fram og segja sögu sína.“


Elín Sif
: „Ég er sammála því, það gaf þessu öllu einhvern tilgang. Vinir mínir spurðu mig til dæmis af hverju ég vildi eiginlega gera þetta. Ég myndi þurfa að vera nakin, „enn önnur dópistamyndin“ er lína sem fólk sló fram, án þess að vita neitt um það og svo framvegis. En myndin er svo miklu, miklu meira og það er svo sterkur tilgangur með þessari sögu. Baldvin hefur sagt frá því að honum finnist hann vera að klára það sem Kristín Gerður var byrjuð á. Hún hafði verið án fíkniefna í sex ár þegar hún lést og unnið að alls konar forvarnarstarfi, hún vildi að fólk vissi af þessum heimi. Þó að mér finnist að það hafi lengi verið þörf á að segja þessa sögu er eins og það hafi aldrei verið meiri þörf en einmitt nú í ár.“

Eyrún: „Ég er sammála. Alveg frá því að við fengum hlutverkin hefur mér aldrei fundist vera jafnmikið af óhugnaði og einmitt nú. Maður er alltaf að heyra eitthvað, sjá eða lesa um unga krakka sem eru að falla frá vegna neyslu og ég hef á tilfinningunni að ungir krakkar séu jafnvel farnir að prófa hörð eiturlyf áður en þeir prófa að drekka.“

Vitalið birtist í fullri lengd í Sunnudagsblaði helgarinnar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Vill fjallahjólastíg niður Esjuna

10:37 „Esjan er frábært útivistarsvæði og er jafnframt þekktasta útivistarsvæði okkar Reykvíkinga. Ég sá tækifæri í að nýta þetta svæði betur. Fjallahjólafólk notar nú þegar stígana. Hægt væri að búa þannig um að fleiri gætu notið Esjunnar,” segir Katrín Atladóttir. Meira »

Deiluaðilar sitja á rökstólum

10:32 Fundur hófst klukkan 10:00 í húskynnum ríkissáttasemjara í kjardeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Meira »

„Krafturinn mætti vera dálítið meiri“

09:45 „Það hefur verið góð veiði en ekki aðgæsluveiði eins og undanfarin ár. Hins vegar er alltaf fiskur að bætast við það sem fyrir er. Ýsan er til dæmis ekki komin að neinu ráði en í fyrra hófst ýsuveiði fyrst í lok mars,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE. Meira »

„Ástandið var hræðilegt“

09:35 Mjög rólegt er yfir öllu í Christchurch eftir hryðjuverkaárásirnar segir Eggert Eyjólfsson, læknir á bráðamóttökunni á sjúkrahúsi borgarinnar. Hann segir að ástandið hafi verið hræðilegt fyrst eftir árásirnar en á 2 tímum komu þangað 48 manns með alvarlega skotáverka. Meira »

Sýklalyfjaónæmi til staðar í íslensku búfé

09:05 Sýklalyfjaónæmi er til staðar í íslensku búfé og horfa þarf til fleiri þátta en innflutnings til að sporna við frekari útbreiðslu. Þetta kemur fram í frétt á vef Matvælastofnunar sem segir sýklalyfjaónæmi þó vera minna í íslensku búfé en í flestum Evrópulöndum. Meira »

Morð og pyntingar í sömu setningu

09:02 Morð, pyntingar, kynbundið ofbeldi, fangelsanir án dóms og laga eru meðal orða sem koma upp í hugann þegar fjallað er um mannréttindi og Sádi-Arabíu í sömu setningu. Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Meira »

Búið að opna Súðavíkurhlíð og Öxnadalsheiði

08:36 Búið er að opna á umferð um Súðavík­ur­hlíð, en veginum var lokað í nótt eftir að snjóflóð féll. Einnig er búið að opna Öxna­dals­heiði á ný, en veg­in­um var lokað í gær­kvöldi vegna stór­hríðar. Meira »

Nefndarfundur um aðgerðir lögreglu

08:21 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundar núna kl. 8:30. Efni fundarins er „aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga“ eins og segir á vef Alþingis. Meira »

Átaki í þágu byggðar við Bakkaflóa

08:18 Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði var nýlega haldinn í skólahúsnæðinu á Bakkafirði. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði. Meira »

Helmingi færri aðgerðum frestað nú

07:57 Frestanir hjartaaðgerða á Landspítalanum það sem af er árinu eru helmingi færri en á sama tíma í fyrra, að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs. Meira »

Hönnun hótelturns verði endurskoðuð

07:37 Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur farið þess á leit að hönnun 17 hæða byggingar við Skúlagötu 26 verði endurskoðuð. Hótel er fyrirhugað í turninum en sunnan hans verður 28 íbúða fjölbýlishús. Meira »

Kröpp lægð á hraðri siglingu

06:40 Langt suður í hafi er kröpp og ört dýpkandi lægð á hraðri siglingu norður á bóginn. Eftir miðnætti er lægðin farin að nálgast suðurströndina og eykst þá vindur af norðaustri, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Snjóflóð féll í Súðavíkurhlíð

05:52 Veginum um Súðavíkurhlíð var lokað í nótt vegna snjóflóðs og eins er Öxnadalsheiði lokuð en veginum var lokað í gærkvöldi vegna stórhríðar. Meira »

Verkföll að skella á í kvöld

05:30 Sólarhringsverkföll ríflega tvö þúsund félaga í VR og Eflingar sem beinast að 40 hótelum og hópbifreiðafyrirtækjum skella á að óbreyttu á miðnætti í kvöld. Sáttafundur hefur verið boðaður í kjaradeilu félaganna og SA kl. 10 í dag. Meira »

Orkupakkinn fyrir lok mars

05:30 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og mál þeim tengd fyrir þann frest,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við mbl.is í gærkvöldi spurður hvort ríkisstjórnin hygðist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til þess rynni út 30. mars næstkomandi. Meira »

Hyggjast vera leiðandi í Evrópu 2020

05:30 Fyrirtækið Arctic Trucks stefnir á að verða leiðandi í breytingum á fjórhjóladrifnum bílum í Evrópu á næsta ári.  Meira »

Tillögu um talmeinaþjónustu vísað frá

05:30 „Allir í minnihluta studdu þetta, en með því að vísa þessari tillögu frá finnst mér borgarmeirihluti ekki skilja mikilvægi þess að börn sem þurfa á talmeinaþjónustu að halda fái áframhaldandi þjónustu í grunnskóla,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Meira »

Kallað eftir sjálfboðaliðum

05:30 „Þetta er þessi árlega barátta eftir veturinn. Það fýkur hingað mikið af rusli, einkum frá Egilshöll og byggingarsvæðum í Úlfarsárdal. Mikið af þessu rusli er popppokar, gosglös og alls konar plast tengt framkvæmdum. Svo er auðvitað mikið af kertadósum og öðru dóti sem fýkur af leiðunum.“ Meira »

Haslar sér völl á raforkumarkaði

05:30 Festi, sem m.a. á N1 og Krónuna, hefur fest kaup á 15% hlut í Íslenskri orkumiðlun.  Meira »
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...