Erfiðast að lesa dagbækur Kristínar Gerðar

Eyrún Björk Jakobsdóttir og Elín Sif Halldórsdóttir eiga stórleik í ...
Eyrún Björk Jakobsdóttir og Elín Sif Halldórsdóttir eiga stórleik í Lof mér að falla. mbl.is/Valli

Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir fara með aðalhlutverk í íslensku kvikmyndinni Lof mér að falla, sem frumsýnd var í vikunni. Þar túlka þær hlutverk Magneu og Stellu, en myndin byggist á sönnum atburðum úr íslenskum raunveruleika fíkniefnaheimsins, þar á meðal dagbókum Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur, sem svipti sig lífi í kringum aldamótin, sem og nýlegum frásögnum ungra kvenna sem hafa verið í neyslu.

Í myndinni leikur Elín Sif hina 15 ára gömlu Magneu, góðan nemanda og fimleikastelpu sem kynnist aðeins eldri stelpu, hinni 18 ára Stellu, sem Eyrún Björk leikur. Magnea heillast af Stellu og sogast inn í þá hættulegu tilveru harðrar fíkniefnaneyslu sem Stella lifir og hrærist í og hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar.

Það er ekki ofsagt að myndin sé átakanleg, ekki síst í ljósi þess hve sönn hún er, en saga Stellu og Magneu nær yfir 15 ár svo að áhorfendur fá góða innsýn í hvernig líf þeirra þróast. Um leið er myndin þó ekki bara um skuggalegan heim og átök heldur saga um vináttu og ást.

Það er svolítið skrýtið að hitta þær Elínu og Eyrúnu innan um ferðamenn í neonlituðum úlpum í kaffisopa í Perlunni. Blaðamaður var nokkuð lengi að jafna sig eftir Lof mér að falla, en ekki er ofmælt að engin íslensk bíómynd hafi haft viðlíka áhrif á undirritaða. Það er því erfitt að tengja persónurnar við ungar konur sem eru bara í góðum gír í lífinu, önnur nýlega útskrifuð úr MH og hin að klára sama skóla. Meðtaka að þær séu ekki í alvörunni Magnea og Stella. 

Lestur dagbókanna erfiður

Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, tók eftir Elínu Sif þegar hún tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2014 og fékk hana í kjölfarið til að leika í Rétti. Hann nefndi þá við hana að hann langaði að fá hana í prufur fyrir Lof mér að falla. Stuttu eftir þær prufur hringdi Baldvin í Elínu með þessum orðum; „Við erum á leiðinni til Brasilíu!“ en hluti myndarinnar gerist þar. Í kjölfarið hófst leit að Stellu.

Elín Sif: „Við tók tveggja mánaða leit að Stellu. Baldvin var að leita að rétta „kemestríinu“ á milli Magneu og Stellu og ég sat með í mörgum prufum, með mörgum leikkonum, og þetta tók dágóðan tíma. Svo bara birtist hún Eyrún og allt small.“

Eyrún: „Ég hafði aldrei farið í leiklistarprufu áður, slysaðist bara inn í þær eftir að systir mín sá auglýsingu á Facebook þar sem auglýst var eftir Magneu. Við Elín höfum alltaf vitað af hvor af annarri þar sem við erum gamlar skólasystur úr Hlíðaskóla og síðar MH en við gerð myndarinnar kynntumst við miklu betur. Á vissan hátt var betra að þekkjast eitthvað, fannst okkur, og vera á sama aldri og á svipuðum bát, báðar óreyndar, því í myndinni eru margar erfiðar senur. Við tengdumst mjög vel og þegar við vorum úti í Barcelona, þar sem við enduðum í staðinn fyrir Brasilíu, kom sér vel að vera saman í herbergi og við vöktum langt fram eftir að spjalla. Það hjálpaði enn fremur sem undirbúningur fyrir myndina. “

Elín Sif og Eyrún Björk ásamt Sturlu Atlasyni í hlutverkum ...
Elín Sif og Eyrún Björk ásamt Sturlu Atlasyni í hlutverkum sínum í myndinni Lof mér að falla.


Hvernig undirbjugguð þið ykkur fyrir þessi hlutverk?

Elín: „Við fengum langan tíma til undirbúnings, sem var mjög gott. Ég hafði heilt ár og Eyrún rúmlega hálft ár. Við hittumst mikið á þessum tíma, Baldvin lét okkur horfa á heimildarmyndir, tala við stelpur sem voru eða höfðu verið í neyslu og við lásum dagbækurnar hennar Kristínar Gerðar. Erfiðasti hlutinn var líklega að lesa þær bækur, það tók mig tvo mánuði að komast í gegnum eina dagbók, lesturinn tók svo á.“

Kristín Gerður var 31 árs þegar hún svipti sig lífi, en hún var með fíknisjúkdóm og var þvinguð í vændi. Baldvin og Birgir Örn Steinarsson, annar handritshöfunda kvikmyndarinnar, lásu dagbækur hennar með leyfi aðstandenda, en Kristín hafði verið edrú í sex ár þegar hún lést.

Eyrún: „Ég þurfti að taka margar pásur í lestrinum. Bækurnar eru handskrifaðar og það er svo skrýtið til þess að hugsa að hún hafi setið við og skrifað textann sem ég las. Á sumum stöðum þurfti ég að reyna að byrja lesturinn margsinnis áður en ég gat haldið áfram, þetta var svo yfirþyrmandi. Við horfðum líka á Kompásþættina, myndir eins og Lilya 4-ever, Dýragarðsbörnin og fleira til að öðlast enn betri tilfinningu fyrir því sem við vorum að fara út í.“

Elín: „Þetta var ekki auðveldur undirbúningur, mjög erfiður raunar, en við vorum heppnar með leikstjórann og gátum treyst honum í blindni því það var það sem við urðum að gera. Við höfum hvorki reynslu né menntun til að leika þannig að ef hann sagði að við værum að gera rétt urðum við bara að jánka því, ekki hafði ég sjálf hugmynd um það. Maður var jafnvel ekki að trúa því þegar hann sagði; „Geggjað, senan er komin!“, manni hafði ekkert fundist þetta neitt sérstakt hjá sér. Og svo þegar ég var viss um að nú væri ég að gera góða hluti, væri „on fire“ fyrir framan myndavélina, var hann alls ekki sammála!“

Sannleiksgildið gaf öllu tilgang

Hvernig tilfinning var það að vita af því að þetta voru sannar tilvísanir og atburðir sem þið voruð að leika?

Eyrún: „Það að þetta voru sannir atburðir hafði í raun úrslitavald þegar ég ákvað mig, hvort mig langaði raunverulega að leika í myndinni. Ég fann svo sterkt að þetta væri saga sem ætti að heyrast og það að hún byggist á sannsögulegum atburðum gerir myndina svo miklu sterkari. Bara að hugsa; það gekk í alvörunni einhver í gegnum þetta styrkti mína ákvörðun. Um leið fannst mér ég vera að segja sögu fyrir hönd einhvers sem kannski getur ekki eða treystir sér ekki til að stíga fram og segja sögu sína.“


Elín Sif
: „Ég er sammála því, það gaf þessu öllu einhvern tilgang. Vinir mínir spurðu mig til dæmis af hverju ég vildi eiginlega gera þetta. Ég myndi þurfa að vera nakin, „enn önnur dópistamyndin“ er lína sem fólk sló fram, án þess að vita neitt um það og svo framvegis. En myndin er svo miklu, miklu meira og það er svo sterkur tilgangur með þessari sögu. Baldvin hefur sagt frá því að honum finnist hann vera að klára það sem Kristín Gerður var byrjuð á. Hún hafði verið án fíkniefna í sex ár þegar hún lést og unnið að alls konar forvarnarstarfi, hún vildi að fólk vissi af þessum heimi. Þó að mér finnist að það hafi lengi verið þörf á að segja þessa sögu er eins og það hafi aldrei verið meiri þörf en einmitt nú í ár.“

Eyrún: „Ég er sammála. Alveg frá því að við fengum hlutverkin hefur mér aldrei fundist vera jafnmikið af óhugnaði og einmitt nú. Maður er alltaf að heyra eitthvað, sjá eða lesa um unga krakka sem eru að falla frá vegna neyslu og ég hef á tilfinningunni að ungir krakkar séu jafnvel farnir að prófa hörð eiturlyf áður en þeir prófa að drekka.“

Vitalið birtist í fullri lengd í Sunnudagsblaði helgarinnar.

Innlent »

Lítið virðist vanta á leyfi

05:30 Lítið virðist vanta á leyfi til að flytja íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Fulltrúar laxeldisfyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish og íslenski sendiherrann áttu nýlega fund með landbúnaðarráðherra Kína til að ýta á eftir því að fríverslunarsamningur ríkjanna yrði virkur fyrir eldisafurðir. Meira »

Ekki víst að allir fái matarhjálp

05:30 „Ég hef aldrei verið eins kvíðin og fyrir þessi jól. Ástandið hefur verið mjög slæmt og við gengum verulega á matarsjóðinn okkar í sumar. Ég efast um að við getum hjálpað öllum fyrir þessi jól.“ Meira »

Blandi saman samstarfi og samkeppni

05:30 Sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi segir þá klasa ná bestum árangri þar sem fyrirtæki eiga í harðri samkeppni sín á milli en gera sér um leið grein fyrir að á vissum sviðum sé best að vinna saman. Meira »

Kulnun alvarleg og jafnvel lífshættuleg

05:30 „Kulnun og í versta falli örmögnun er alvarleg og getur verið lífshættuleg,“ segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Meira »

Eru bókstaflega á kafi í náminu

05:30 Ellefu nemar frá Landhelgisgæslu Íslands, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sérsveit ríkislögreglustjóra eru nú á köfunarnámskeiði. Þeir stefna að útskrift 30. nóvember og hljóta þá B- og C-réttindi sem íslenskir atvinnukafarar. Meira »

Embættismenn borgarinnar skrái hagsmuni

05:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og borgarlögmaður taka undir það í umsögnum sínum að tekin verði upp hagsmunaskráning æðstu embættismanna borgarinnar. Meira »

Rannsókn hefst í fyrramálið

Í gær, 21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

Í gær, 21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

Í gær, 21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

Í gær, 20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

Í gær, 19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

Í gær, 19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

Í gær, 19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

Í gær, 18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

Í gær, 17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

Í gær, 17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

Í gær, 16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

Í gær, 15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

Í gær, 15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...