Erfiðast að lesa dagbækur Kristínar Gerðar

Eyrún Björk Jakobsdóttir og Elín Sif Halldórsdóttir eiga stórleik í ...
Eyrún Björk Jakobsdóttir og Elín Sif Halldórsdóttir eiga stórleik í Lof mér að falla. mbl.is/Valli

Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir fara með aðalhlutverk í íslensku kvikmyndinni Lof mér að falla, sem frumsýnd var í vikunni. Þar túlka þær hlutverk Magneu og Stellu, en myndin byggist á sönnum atburðum úr íslenskum raunveruleika fíkniefnaheimsins, þar á meðal dagbókum Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur, sem svipti sig lífi í kringum aldamótin, sem og nýlegum frásögnum ungra kvenna sem hafa verið í neyslu.

Í myndinni leikur Elín Sif hina 15 ára gömlu Magneu, góðan nemanda og fimleikastelpu sem kynnist aðeins eldri stelpu, hinni 18 ára Stellu, sem Eyrún Björk leikur. Magnea heillast af Stellu og sogast inn í þá hættulegu tilveru harðrar fíkniefnaneyslu sem Stella lifir og hrærist í og hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar.

Það er ekki ofsagt að myndin sé átakanleg, ekki síst í ljósi þess hve sönn hún er, en saga Stellu og Magneu nær yfir 15 ár svo að áhorfendur fá góða innsýn í hvernig líf þeirra þróast. Um leið er myndin þó ekki bara um skuggalegan heim og átök heldur saga um vináttu og ást.

Það er svolítið skrýtið að hitta þær Elínu og Eyrúnu innan um ferðamenn í neonlituðum úlpum í kaffisopa í Perlunni. Blaðamaður var nokkuð lengi að jafna sig eftir Lof mér að falla, en ekki er ofmælt að engin íslensk bíómynd hafi haft viðlíka áhrif á undirritaða. Það er því erfitt að tengja persónurnar við ungar konur sem eru bara í góðum gír í lífinu, önnur nýlega útskrifuð úr MH og hin að klára sama skóla. Meðtaka að þær séu ekki í alvörunni Magnea og Stella. 

Lestur dagbókanna erfiður

Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, tók eftir Elínu Sif þegar hún tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2014 og fékk hana í kjölfarið til að leika í Rétti. Hann nefndi þá við hana að hann langaði að fá hana í prufur fyrir Lof mér að falla. Stuttu eftir þær prufur hringdi Baldvin í Elínu með þessum orðum; „Við erum á leiðinni til Brasilíu!“ en hluti myndarinnar gerist þar. Í kjölfarið hófst leit að Stellu.

Elín Sif: „Við tók tveggja mánaða leit að Stellu. Baldvin var að leita að rétta „kemestríinu“ á milli Magneu og Stellu og ég sat með í mörgum prufum, með mörgum leikkonum, og þetta tók dágóðan tíma. Svo bara birtist hún Eyrún og allt small.“

Eyrún: „Ég hafði aldrei farið í leiklistarprufu áður, slysaðist bara inn í þær eftir að systir mín sá auglýsingu á Facebook þar sem auglýst var eftir Magneu. Við Elín höfum alltaf vitað af hvor af annarri þar sem við erum gamlar skólasystur úr Hlíðaskóla og síðar MH en við gerð myndarinnar kynntumst við miklu betur. Á vissan hátt var betra að þekkjast eitthvað, fannst okkur, og vera á sama aldri og á svipuðum bát, báðar óreyndar, því í myndinni eru margar erfiðar senur. Við tengdumst mjög vel og þegar við vorum úti í Barcelona, þar sem við enduðum í staðinn fyrir Brasilíu, kom sér vel að vera saman í herbergi og við vöktum langt fram eftir að spjalla. Það hjálpaði enn fremur sem undirbúningur fyrir myndina. “

Elín Sif og Eyrún Björk ásamt Sturlu Atlasyni í hlutverkum ...
Elín Sif og Eyrún Björk ásamt Sturlu Atlasyni í hlutverkum sínum í myndinni Lof mér að falla.


Hvernig undirbjugguð þið ykkur fyrir þessi hlutverk?

Elín: „Við fengum langan tíma til undirbúnings, sem var mjög gott. Ég hafði heilt ár og Eyrún rúmlega hálft ár. Við hittumst mikið á þessum tíma, Baldvin lét okkur horfa á heimildarmyndir, tala við stelpur sem voru eða höfðu verið í neyslu og við lásum dagbækurnar hennar Kristínar Gerðar. Erfiðasti hlutinn var líklega að lesa þær bækur, það tók mig tvo mánuði að komast í gegnum eina dagbók, lesturinn tók svo á.“

Kristín Gerður var 31 árs þegar hún svipti sig lífi, en hún var með fíknisjúkdóm og var þvinguð í vændi. Baldvin og Birgir Örn Steinarsson, annar handritshöfunda kvikmyndarinnar, lásu dagbækur hennar með leyfi aðstandenda, en Kristín hafði verið edrú í sex ár þegar hún lést.

Eyrún: „Ég þurfti að taka margar pásur í lestrinum. Bækurnar eru handskrifaðar og það er svo skrýtið til þess að hugsa að hún hafi setið við og skrifað textann sem ég las. Á sumum stöðum þurfti ég að reyna að byrja lesturinn margsinnis áður en ég gat haldið áfram, þetta var svo yfirþyrmandi. Við horfðum líka á Kompásþættina, myndir eins og Lilya 4-ever, Dýragarðsbörnin og fleira til að öðlast enn betri tilfinningu fyrir því sem við vorum að fara út í.“

Elín: „Þetta var ekki auðveldur undirbúningur, mjög erfiður raunar, en við vorum heppnar með leikstjórann og gátum treyst honum í blindni því það var það sem við urðum að gera. Við höfum hvorki reynslu né menntun til að leika þannig að ef hann sagði að við værum að gera rétt urðum við bara að jánka því, ekki hafði ég sjálf hugmynd um það. Maður var jafnvel ekki að trúa því þegar hann sagði; „Geggjað, senan er komin!“, manni hafði ekkert fundist þetta neitt sérstakt hjá sér. Og svo þegar ég var viss um að nú væri ég að gera góða hluti, væri „on fire“ fyrir framan myndavélina, var hann alls ekki sammála!“

Sannleiksgildið gaf öllu tilgang

Hvernig tilfinning var það að vita af því að þetta voru sannar tilvísanir og atburðir sem þið voruð að leika?

Eyrún: „Það að þetta voru sannir atburðir hafði í raun úrslitavald þegar ég ákvað mig, hvort mig langaði raunverulega að leika í myndinni. Ég fann svo sterkt að þetta væri saga sem ætti að heyrast og það að hún byggist á sannsögulegum atburðum gerir myndina svo miklu sterkari. Bara að hugsa; það gekk í alvörunni einhver í gegnum þetta styrkti mína ákvörðun. Um leið fannst mér ég vera að segja sögu fyrir hönd einhvers sem kannski getur ekki eða treystir sér ekki til að stíga fram og segja sögu sína.“


Elín Sif
: „Ég er sammála því, það gaf þessu öllu einhvern tilgang. Vinir mínir spurðu mig til dæmis af hverju ég vildi eiginlega gera þetta. Ég myndi þurfa að vera nakin, „enn önnur dópistamyndin“ er lína sem fólk sló fram, án þess að vita neitt um það og svo framvegis. En myndin er svo miklu, miklu meira og það er svo sterkur tilgangur með þessari sögu. Baldvin hefur sagt frá því að honum finnist hann vera að klára það sem Kristín Gerður var byrjuð á. Hún hafði verið án fíkniefna í sex ár þegar hún lést og unnið að alls konar forvarnarstarfi, hún vildi að fólk vissi af þessum heimi. Þó að mér finnist að það hafi lengi verið þörf á að segja þessa sögu er eins og það hafi aldrei verið meiri þörf en einmitt nú í ár.“

Eyrún: „Ég er sammála. Alveg frá því að við fengum hlutverkin hefur mér aldrei fundist vera jafnmikið af óhugnaði og einmitt nú. Maður er alltaf að heyra eitthvað, sjá eða lesa um unga krakka sem eru að falla frá vegna neyslu og ég hef á tilfinningunni að ungir krakkar séu jafnvel farnir að prófa hörð eiturlyf áður en þeir prófa að drekka.“

Vitalið birtist í fullri lengd í Sunnudagsblaði helgarinnar.

Innlent »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum hærri en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfundi á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »

Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

19:15 Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna. Meira »

Opnun nýrrar stólalyftu frestast um ár

19:03 Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður ekki opnuð í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, mun opnun lyftunnar frestast um eitt ár. Meira »

Krabbameinslyf ófáanleg í 4 mánuði

19:01 Samheitalyfið Exemestan hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí, en það er nauðsynlegt fólki með brjóstakrabbamein. Fjölmiðlafulltrúi Actavis, sem flytur lyfið til landsins, segir að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Meira »

Enginn sett sig í samband við Áslaugu

18:51 „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi frá vinum og vandamönnum, og meira að segja fólki sem við þekkjum ekki neitt. Okkur þykir vænt um það og erum þakklát fyrir það, en það hefur enginn haft samband við Áslaugu sem einhverja ábyrgð ber á þessu máli,“ segir Einar Bárðarson. Meira »

„Við gerum þetta af ástríðu“

18:36 Þau eiga engra hagsmuna að gæta en tóku sig samt til og slógu Laugarneshólinn sem var kominn á kaf í kerfil og njóla. Hóllinn sá geymir dýrmætar æskuminningar systkinanna Þuríðar og Gunnþórs sem fæddust þar og ólust upp. Meira »

Hafa ráðið í 97,5% stöðugilda leikskóla

18:03 Í Reykja­vík á eft­ir að ráða í 38,8 stöðugildi í leik­skóla, 16,5 stöðugildi í grunn­skóla og 64 stöðugildi í frí­stunda­heim­ili og sér­tæk­ar fé­lags­miðstöðvar, sam­kvæmt upplýsingum sem safnað var 13. september. Meira »

Samþykkt að tryggja framgang borgarlínu

17:56 Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja fjögur verkefni til að tryggja framgöngu borgarlínu sem hágæðakerfis almenningssamgangna. Meira »

Einn slasaðist í hörðum árekstri

17:44 Einn slasaðist í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um fimmleytið í dag.  Meira »

Minnsta hækkun íbúðaverðs í sjö ár

17:24 Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði. Meira »

Reglugerð endurskoðuð til að jafna rétt barna

16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir tannlækningar og tannréttingar barna vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Meira »

Borgin skoði málið þegar rannsókn lýkur

16:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gefa stjórn Orkuveitunnar ákveðið svigrúm til að vinna að þeim málum sem tengjast uppsögnum innan Orku náttúrunnar. „Þetta eru mjög alvarleg mál sem eru að koma upp. Stjórn fyrirtækisins sem er með þetta á sínu borði lítur þetta alvarlegum augum.“ Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000 Tilboð:179.000 út sept
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út sept Olíu og V...