Með sama skilnaðarlögfræðing og síðast

Tom Cruise ætlar að sjá til þess að dóttir hans og Katie Holmes, hin sex ára gamla Suri, verði áfram innan Vísindakirkjunnar þrátt fyrir skilnað foreldranna.

Cruise hefur ráðið sér afar færan lögfræðing, hinn sama og annaðist skilnað hans við Nicole Kidman. Sem kunnugt er fékk Cruise forræðið yfir börnum þeirra, Isabellu og Connor, og eru þau bæði mjög virk innan Vísindakirkjunnar.

„Tom mun koma í veg fyrir áætlanir Katie og tryggja að Suri yfirgefi ekki Vísindakirkjuna,“ segir heimildamaður fréttvefjarins RadarOnline. „Ekkert mun stöðva hann.“

Heimildamaður bætir við: „Katie vill alls ekki að Suri alist upp í vísindatrú og henni og Tom lenti oft saman vegna þess að þau voru á öndverðum meiði. Hún vill að Suri njóti eðlilegrar barnæsku og eina leið hennar til að tryggja það er að skilja við Tom og slíta öll tengsl við kirkjuna.

En Tom er við öllu búinn og hefur ráðið sér skilnaðarlögmanninn Dennis Wasser, sem einnig annaðist hans mál þegar hann skildi við Nicole Kidman. Tom fékk forræðið yfir börnum þeirra tveimur og þau starfa með honum innan Vísindakirkjunnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál