Melanie Griffith átti ljón sem gæludýr í æsku

Þetta lítur ekki beint vel út. Melanie Griffith stekkur í …
Þetta lítur ekki beint vel út. Melanie Griffith stekkur í laugina. www.time.com

Árið 1971 varði ljósmyndarinn Micheal Rougier, sem starfaði hjá Time, nokkrum dögum heima hjá leikkonunni Tippi Hedren og fjölskyldu hennar.

Rougier myndaði fjölskyldulífið sem var ekki beint með hefðbundnu sniði. Hedren og fjölskylda hennar áttu nefnilega 180 kg ljón sem gæludýr. Ljónið hét Neil. Hedren var ekki aðeins leikkona heldur einnig mikill dýraverndunarsinni og starfaði með Roar-samtökunum sem voru stofnuð í þágu stórra katta. Á myndunum má sjá að dóttir Hedren, leikkonan Melanie Griffith, nýtur þess í botn að hafa ljón á heimilinu.

Ljósmyndirnar sem Rougier tók á þessum tíma eru svo sannarlega magnaðar. Þær má skoða á heimasíðu Time. Hér kemur brot af ljósmyndaseríunni.

Melanie Griffith og gæludýrið.
Melanie Griffith og gæludýrið. www.time.com
Einmitt.
Einmitt. www.time.com
Tippi Hedren og ljónið í slökun.
Tippi Hedren og ljónið í slökun. www.time.com
Melanie Griffith komin í háttinn.
Melanie Griffith komin í háttinn. www.time.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál