„Þarf mikið til að sjokkera mig“

Íris Bjork Tanya Jónsdóttir hlakkar er með hjartað fullt þakklætis ...
Íris Bjork Tanya Jónsdóttir hlakkar er með hjartað fullt þakklætis eftir viðburðarríkt og farsælt ár.

Íris Björk Tanya Jónsdóttir fer ekki framhjá neinum enda með eindæmum kröftug og heillandi kona. Íris Björk er konan á bak við Vera design skartgripalínuna sem hefur fengið verðskuldaða athygli undanfarið. Línan fer ört stækkandi ásamt því að sölustöðunum fjölgar hratt.

Við spurðum þessa duglegu konu spjörunum úr um árið sem nú er að líða undir lok.  

Hápunktur ársins?

„Að komast upp á topp á fjalli þar sem ég er mjög lofthrædd manneskja.“

Hvaða manneskja hafði mestu áhrifin á þig á árinu?

„Það er manneskjan sem ýtti mér út fyrir þægindarammann og í kjölfarið fór allt uppávið en ég hef nafnið fyrir mig.“

Skrítnasta upplifun þín 2016?

„Mér finnst svo afar fátt skrítið orðið í þessu lífið og því þarf mjög mikið til að sjokkera mig svo ég segi  bara pass.“

Þessi fallegi hringur með æðruleysisbæninni er úr línunni sem Íris ...
Þessi fallegi hringur með æðruleysisbæninni er úr línunni sem Íris hannar.

Uppáhalds drykkurinn þinn þetta árið?

„Ég verð að segja kampavín eins og svo oft áður.“

Mest eldaði rétturinn í eldhúsinu?

„Mest eldaði rétturinn á mínu heimili er allt sem inniheldur trufflur. Sterk rótargrænmetissúpa kemur þar næst á eftir, stútfull af chilli og engifer.“

Uppáhalds lagið þitt á árinu?

„Love on the brain með söngkonunni Rihönna.“

Uppáhaldsvefsíðan þín?

„Pintersest allan daginn - enda stútfull af frábærum hugmyndum.“

Besta bók sem þú last á árinu?

„Ég á enn eftir að lesa hana, en ég ætla að veðja á að það verði bókin Tvísaga. Já þetta er hugmynd af jólagjöf til mín.“

Fallegasta augnablik ársins?

„Þegar ég fékk þær fréttir að dóttir mín gengi með barn.“

Mest krefjandi verkefni ársins?

„Það er án efa það að standa mig 110% vel í vinnunni og að sinna heimilinu mínu og tveimur 12 ára dætrum mínum ein. Það er jafnframt besta verkefni lífsins.“

Þakklæti ársins?

„Ég er full þakklætis fyrir börn mín, vini, fjölskyldu, góða heilsu og vöxt fyrirtæki míns. Ást á línuna.“

Infinity hálsmenið vinsæla frá Vera design í rósagulli.
Infinity hálsmenið vinsæla frá Vera design í rósagulli.
mbl.is

Þær flottustu í gulu

Í gær, 23:59 Donatella Versace og Emily Ratajkowski voru glæsilegar í gulu þegar Green Carpet-tískuverðlaunin voru veitt á tískuvikunni í Mílanó á sunnudaginn. Meira »

Endurunna innréttingin frá IKEA sigraði

Í gær, 21:00 Sænska móðurskipið IKEA var rétt í þessu að vinna Red Dot-verðlaunin 2018 í flokki vöruhönnunar fyrir KUNGSBACKA-eldhúsframhliðarnar. Meira »

Bubbi Morthens orðinn afi

Í gær, 18:10 Rokkstjarna Íslands, Bubbi Morthens, varð afi 21. september þegar dóttir hans, Gréta Morthens og kærasti hennar, Viktor Jón Helgason, eignuðust dóttur. Meira »

Gengur illa að búa til fræg vörumerki

Í gær, 16:00 Viggó Jónsson er annar stofnenda og eigenda Jónsson & Le'macks. Hann hefur unnið mikið fyrir orkufyrirtækin í gegnum árin.   Meira »

Innlit í baðherbergi ofurfyrirsætu

Í gær, 13:02 Baðherbergið er í sama rými og svefnherbergið á heimili fyrirsætunnar Miröndu Kerr og eiginmanns hennar, Evan Spiegel, stofnanda Snapchat. Meira »

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

Í gær, 09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

Í gær, 06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

í fyrradag Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

í fyrradag „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

í fyrradag „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

í fyrradag Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

í fyrradag Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

í fyrradag Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í fyrradag Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

23.9. „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

23.9. María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

23.9. Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

23.9. Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »