Ráðherra gekk í hjónaband í gær

Hjalti Sigvaldason Mogensen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gengu í …
Hjalti Sigvaldason Mogensen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gengu í hjónaband í gær.

Ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og lögmaðurinn Hjalti Sigvaldason Mogensen gengu í hjónaband í gær í Akraneskirkju. Þórdís Kolbrún er ráðherra atvinnumála og nýsköpunar og hefur vaktið athygli fyrir kraftmikil störf. Saman eiga hjónin tvö börn, annað er fætt árið 2012 og hitt 2016.

Eftir hjónavígsluna keyrðu þau á brott á rauðum Porsche sem vakti mikla athygli en brúðkaupsveislan sjálf var haldin í Hlégarði. Gestalistinn í brúðkaupinu var ekki af verri endandum. Á meðal gesta voru Logi Bergmann og Svanhildur Hólm Valsdóttir, Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir svo einhverjir séu nefndir. 

Hægt er að skoða myndirnar á Instagram með hastaginu #stimmung17

Nýgift og dásamleg ❤️#stimmung17

A post shared by Eva Laufey Kjaran Hermannsd. (@evalaufeykjaran) on Aug 19, 2017 at 1:27pm PDT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál