Daníel Örn og Svavar Örn giftust eftir 19 ára samband

Daníel Örn Hinriksson og Svavar Örn Svavarsson gengu í hjónaband …
Daníel Örn Hinriksson og Svavar Örn Svavarsson gengu í hjónaband í Kópavogskirkju. Ljósmynd/Facebook

Hárgreiðslumeistararnir Daníel Örn Hinriksson og Svavar Örn Svavarsson gengu í hjónaband í Kópavogskirkju eftir að hafa verið kærustupar í 19 ár. Félagarnir reka hárgreiðslustofuna Senter við Tryggvagötu en hafa auk þess unnið töluvert í fjölmiðlum. Daníel Örn hefur verið með sjónvarpsþættina Besti vinur mannsins á Stöð 2 ásamt því að greiða sjónvarpsstjörnum stöðvarinnar í gegnum tíðina. 

Svavar Örn er með útvarpsþáttinn Bakaríið á Bylgjunni en hann starfaði lengi á útvarpsstöðinni K100 ásamt Sigvalda Kaldalóns eða Svala eins og hann er kallaður. 

„Í dag eru árin orðin 19. Lífið saman hefur verið ævintýr og eins og í ævintýrum gerist ýmislegt. Stundum er bjart og stundum ekki svo bjart. Við erum engu að síður ágætir saman. Við getum þvælst hvor fyrir öðrum í alls konar. Við höfum skilning fyrir því hvað nærir okkur. Við erum trúlega eins og dagur og nótt en aldrei gæti annað verið án hins. Elska þig,“ sagði Daníel Örn á Facebook fyrr í vikunni þegar þeir voru búnir að vera saman í 19 ár. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með giftinguna!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál