Helgi Ómars og Pétur eru nýtt par

Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson.
Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson. Samsett mynd

Tískubloggarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson er kominn með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson og er meistaranemi við Háskólann í Reykjavík. 

Helgi hefur gefið því undir fótinn á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði að nýr maður væri kominn inn í líf hans. Hann frumsýndi svo ástina á Instagram í gær, en þeir Pétur fóru meðal annars til Taílands saman fyrr á þessu ári. 

Ásamt því að blogga á Trendnet heldur Helgi úti hlaðvarpsþáttunum vinsælu Helgaspjallið. Hann er með 21 þúsund fylgjendur á Instagram.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál